Baksamningar ríkisstjórnarinnar

Mannlif.is greindi frá því í gær að það væru allskonar baksamningar í gangi í nýju ríkisstjórninni.

Meðal þess sem samið hefur verið um milli ríkisstjórnarflokkanna er að Samfylking fær forseta Alþingis um mitt kjörtímabil. Við þá breytingu fer af stað mikill kapall. Reiknað er með, án þess að það sé staðfest, að Jóhanna Sigurðardóttir velferðarráðherra fá embætti þingforseta en Katrín Júlíusdóttir verði ráðherra hennar í stað en gróflega var gengið framhjá Katrínu með skipan Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í embætti umhverfisráðherra. Þá er reiknað með að Sturla Böðvarsson víki af þingi og verði hugsanlega vegamálastjóri. Áður en að þessu kemur mun Björn Bjarnason hætta ráðherradómi og frændi hans, Bjarni Benediktsson taka við. Það gæti orðið innan árs og er einn fjölmargra baksamninga sem gerðir hafa við myndum Þingvallastjórnarinnar ..."

svona er færslan. Þetta skýrir það, ef satt er, afhverju maður hefur ekkert heyrt t.d. Bjarna Ben kvarta, hann hefði alveg mátt fá ráðherrasæti út á stórsigurinn flokksins í SV kjördæmi.

Eins hefur Kata Júl ekkert kvartað, samt var manneskja nr 3 í því kjördæmi látin hafa ráðherrastól. Það er bara Gunnar Svavarsson sem hefur kvartað.

Svo grét Sturla Böðvarsson næstum því, kannski ekki mest yfir að missa ráðherrastólinn, heldur því að hann er á leið út af þingi. Og hver kemur inn fyrir hann? Mágkona Geirs H. Haarde, Herdís Þórðardóttir. Ef mig minnir rétt átt nú Bergþór Ólafsson aðstoðarmaður Sturla að vera í því sæti en honum var ýtt til hliðar til að hleypa að konu sögðu þeir. Mig minnir að Bergþór hafi haft aðrar skoðanir, flokksforystan vildi fá Borgar Einarsson fósturson Geirs H. Haarde í sætið en Bergþór sigraði hann í prófkjörinu.

En hvað verður um Björn Bjarnason? Verður hann ritstjóri Moggans? Eða er það embættið sem var frestað að veita á dögunum sem hann fer í? Man ekki hvaða embætti það var, eitthvað á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Pólitík er mikið tafl greinilega, en það skal þó tekið fram hér að þetta eru allt sögusagnir, en gaman að velta þeim fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Frábær stjórnmálaskýring hjá þér!

Sit og horfi til skiptis á dagatalið og út um gluggann á hríðina. Getur þú grennslast fyrir um hvort að einhver prestembætti séu laus í landi baunanna??

Sigríður Gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég hef augun opin séra Sigríður. Efast nú samt um að finna eitthvað, hef tvisvar farið í kirkju í Danmörku, einu sinni í brúðkaup og einu sinni almenna messu í dómkirkjunni í Árósum.

Rúnar Birgir Gíslason, 24.5.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: Karl Jónsson

Og Dómkirkjan í Árósum er gríðarstór. Við Stjáni náðum þó að týna henni eigi svo allsgáðir, á meðan við vorum að leita að henni. Gott kennileiti í borginni, ef menn eru alls gáðir, það er nokkuð ljóst en annars ekki.

Karl Jónsson, 24.5.2007 kl. 15:57

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er náttúrlega brjálæði að álpast ófullur út úr húsi í því marflata landi. Fór einu sinni í söguferð með kunningja mínum um gamla stúdentahverfið í Höfn undir leiðsögn Ágústs Sigurðssonar prests í Jónshúsi. Hittum hann í Sívalaturni þar sem hann sat sætkenndur í hugleiðslu. Þetta var yndislegt ferðalag og fyrsti áfangi í Hvids Vinstue. Áfangar voru stuttir með löngum hvíldum sem skildu eftir afar akademiskt andrúmsloft á sálinni.

Árni Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 18:25

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Rúnar.

það var stillt upp í norðvesturkjördæmi og þar af leiðir að Bergþór hefur ekki getað unnið Borgar í prófkjöri.

Ingólfur H Þorleifsson, 29.5.2007 kl. 07:38

6 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sæll Ingólfur, það er rétt. Mig rámar bara í einhver umræðu um baráttu milli Borgars og Bergþórs. Eða kannski ekki þeirra en þeirra manna. Borgar er Geirsmaður og Bergþór Sturlumaður og það virðast tvær fylkingar og Geirsfylkingin er kannski að koma Sturlu út og eins og ég skrifaði, Herdísi úr Geirsfylkingunni inn.

Við Skagfirðingar getum svo sem ekki kvartað yfir því þá verður Magnea á Varmalæk varaþingmaður. Hún ætti líka að hafa áhuga á málum Flateyrar sem gamall sveitastjóri þar.

Rúnar Birgir Gíslason, 29.5.2007 kl. 08:57

7 identicon

sæll frændi fréttir úr vesturbænum stórveldið í rugli í gras-rótar -tuðru-sparki. ÍSLANDSMEISTARAR í körfu. vona að maður fari að sjá þig meira eða kanski heira. kv G Kárason.

Gústi Kára (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 36595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband