Íslenskt mál

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslensku máli. Stafsetningarvillur geta pirrað mig mikið ásamt málfarsvillum. Ég þykist vera ágætur í stafsetningu og nota bæði sjónminni og þær reglur sem ég hef lært.

Undanfarið hafa tvö orð vafist fyrir mér. Annað þeirra er tré með greini, tréð, eins og mér sýnist eftir rannsóknir að sé rétt. En málið er að ég vil skrifa þetta tréið.

Á wikiorðabókinni er þetta skrifað tréð og ef maður skoðar önnur orð með sömu fallbeygingu þá koma orð eins og hné og kné og væntanlega fellur orðið fé undir þetta.

Tökum sem dæmi orðið far, þar myndi maður aldrei skrifa farð, það væri farið.

Ég verð líklega að játa að ég hef rangt fyrir mér þegar ég skrifa tréið en ég vil fá rökstuðning fyrir því að hafa ekki i þarna. Getur einhver sagt mér hvaða regla gildir hér?

Hitt orðið er ein myndin af orðinu að birtast. Eitthvað hefur birtst mörgum sinnum. Er þetta skrifað svona birtst eða er það birst?

Nú veit ég hreinlega ekki og ég forðast að þurfa að skrifa þetta orð.

Ég fann þetta orð ekki í wikiorðabókinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rúnar. Tré endar á sérhljóða, far endar á samhljóða.

Árni Gunnarsson, 19.8.2007 kl. 20:32

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þetta var svo sem það sem mig grunaði, þurfti staðfestingu og nú hef ég hana.

En mig vantar enn hjálp við birtst/birst. Ég myndi halda að það væri birtst þar sem stofn orðsins er birt-, er þó í efa.

Rúnar Birgir Gíslason, 19.8.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Anna

Birst er rétt skv. Orðabók Háskólans, sjá hér

Orðabók Háskólans er annars einstaklega sniðugt tæki fyrir áhugamenn um rétta málnotkun, mun betri og nákvæmari en wiki-orðabókin.

Anna, 19.8.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott fyrir útlending sem mig... takk Anna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.8.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rakst á þessa frábæru speki ,, Ég stið frellsi tyl náms af heylum hugi". Er það ekki málið?

Páll Jóhannesson, 20.8.2007 kl. 11:15

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég vil benda þér á krækju hægra megin á síðunni minni - Íslenska. Þar er hægt að fletta upp orðum sem maður er í vafa um.

Heimir Eyvindarson, 20.8.2007 kl. 12:52

7 identicon

far er nú að finna í wikiorðabókinni

http://is.wiktionary.org/wiki/far

 bless

geimfyglið (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:27

8 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

teteteitesteiðteiðteinutesins En afhverju er te svona?

Guðrún Vala Elísdóttir, 23.8.2007 kl. 17:04

9 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Góð spurning Guðrún Vala.

Getur þetta eitthvað haft að gera með granna og breiða sérhljóða?

Rúnar Birgir Gíslason, 24.8.2007 kl. 07:53

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú hef ég engar bækur um íslenkt mál átt eða lesið síðan ég var í barnaskóla. Hef reynt að notast við sjónminni og málkennd auk þess að fá að hlusta á menn eins og Gísla gamla í Eyhildarholti flytja ræður þegar ég var unglingur.

Það rifjast upp fyrir mér núna að í- annað hvort Fóstbræðrasögu eða Gerplu las ég um þegar Þormóður Kolbrúnarskáld tók á kné konunni Þórdísi í Ögri og "þótti honum knéit bregðast kunnugliga við."

Reglur um íslenskt ritmál eru oft snúnar og ekki ævinlega afdráttarlausar. Og fallbeygingin tréið styðst að minni hyggju við forníslenskuna. 

Árni Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 21:43

11 Smámynd: Jóhann Waage

Skallinn mættur á Moggabloggið ;)

Jóhann Waage, 26.8.2007 kl. 23:34

12 identicon

Þetta með tréð er ekki alveg einfalt. Þegar beygingarending (eða greinir) sem byrjar á sérhljóði bætist við orð sem endar á sérhljóði fellur sérhljóð endingarinnar oft brott (sbr. að við segjum skóm í þágufalli fleirtölu, ekki skóum, þótt ending þágufalls fleirtölu sé annars -um. Þetta brottfall verður venjulega í orðmyndum eins og tréð og hnéð, en þriðja orðið sem er sambærilegt við þessi tvö, hlé, hefur hins vegar ekki brottfall - við segjum venjulega hléið, ekki hléð. Þarna gilda málvenjur sem ekki er hægt að koma neinum almennum reglum yfir.

Um birst og hliðstæð orð gilda aftur á móti skýrar reglur. -t í enda stofns, sem fellur brott í framburði á undan -st, er aldrei skrifað. Sjá http://www.hi.is/~eirikur/stafsreg.htm#2k.

Eiríkur (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 08:52

13 identicon

Hér eru greinilega miklir íslenskusérfræðingar á ferð og er það gott. Er þá ekki einhver sem getur upplýst mig um orð sem hefur mikið vafist fyrir mér undanfarið. Þetta er orðið tagi eða tæi (sitt af hvoru tagi / tæi ) . Hef alltaf haldið að hið fyrrnefnda væri rétt , en eftir að hafa séð hið síðarnefnda skrifað af mönnum, eldri en tvævetur í bransanum , fór ég að efast. Hvort er rétt að skrifa? Eru kannski báðar útgáfurnar í lagi??

Guðjón B (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband