Bensínverð

Á dögunum var ég á ferðlagi um Norðurland og keyrði svo til Reykjavíkur. Þar sem ég hef búið lengi í Danmörku þá tekur maður eftir bensínverði hvar sem maður kemur. Það vakti athygli mína að N1 hækkaði bensínið rétt fyrir verslunarmannahelgi, eflaust hin félögin líka. 125,30 kr kostaði 95 okt bensín í Varmahlíð.

Ég fór svo til Akureyrar, þar kostaði líterinn 125,0 hjá N1, sama verð var á Sauðárkróki og einnig á öllum N1 bensínstöðvum á leið minni til Reykjavíkur.

Hvað veldur því að líterinn er 30 aurum dýrari í Varmahlíð en á öðrum stöðum?

Mér er þetta óskiljanlegt.

Ég man þegar ég vann við að dæla Essobensíni í Varmahlíð í gamla daga þá var alltaf sama verðið þar og á öðrum Essostöðvum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

30 aurum dýrari Rúnar, en nóg samt til að biðja um skýringu. Ég hef sjálfur tekið eftir þessu þegar ég hef átt leið þarna um og þótt það undarlegt. Ekki getur þetta stafað af litlum viðskiptum því óvíða eru dælurnar meira notaðar en í Varmahlíð.

Ég gef mér að Björn gamli á Ökrum hafi verið afi þinn. Af honum heyrði ég góða sögu:

Það var verið að vígja félagsheimilið Miðgarð. Ræður voru fluttar eins og venja er og einn ræðumanna mærði útsýnið frá þessu glæsilega húsi. Þá gall við í Birni sem sat niðri í salnum: "Já, við Blöndhlíðingar leggjum nú til þetta útsýni!"

Það er svolítið viðkvæmt og vandasamt verk að sjá til þess að þessi fallegi byggðakjarni haldi reisn og notalegri tilfinningu í þjóðarsálinni.

Um það veit ég að við erum sammála.

Árni Gunnarsson, 14.8.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Mikið búinn að spá í þetta, en svona hafur þetta verið ansi hreint lengi.  Þarft ekki í Varmahlíð, það er t.d. ódýrasta ÓB bensínið á móti Smáralindinni, ódýrara en allar aðrar ÓB stöðvar í Reykjavík.

Get nú samt ekki orða bundist um Miðgarð.  Ef Jónas Hallgríms væri á lífi í dag væri hann búinn að yrkja nýjan brag um Snorrabúð.  Yndislegt hús sem mikil synd er að stendur autt flestallar helgar nú þessi árin.

Magnús Þór Jónsson, 14.8.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Já þetta er athyglisvert með bensínverðið. Spurning hvort einhver fjölmiðill hefði áhuga á þessu máli.

Hér í Danmörku getur verið mismunandi verð milli stöðva hjá sama fyrirtæki en manni finnst það ekki athyglisvert þar sem samkeppnin er mjög virk. Bensínverði er breytt fram og tilbaka innan hvers dags. Maður getur sparað yfir 1 danska krónu á líternum við að keyra á næstu stöð.

En Árni, það er nokkuð til í því að Björn á Ökrum hafi verið afi minn, reyndar langaafi.

Og við erum allir sammála um að það þarf að halda reisn Varmahlíðar, ákaflega fallegur og notalegur staður.

Rúnar Birgir Gíslason, 15.8.2007 kl. 10:58

4 identicon

Það sem hélt verðinu niðri í Varmahlíð í denn var hagkvæmnin.  Bensíntittirnir voru það duglegir, og svo fjandi myndarlegir, að þeir fóru létt að afgreiða heilu Landsmótin á þremur dælum.  Reyndar með aðstoð frá fullkomnu merkjakerfi.

Sigurpáll Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband