Siggi Sveins hefur aldrei spilað á EM

Alltaf er maður að tuða eitthvað. Var að horfa á Kastljósið í kvöld og sá viðtal við Sigga Sveins handboltamann. Þórhallur kynnti atriðið og sagði að Siggi hafi verið upp á sitt besta seint á síðustu öld og leikið á mörgum HM og EM. Hmm hugsaði ég, fyrsta EM var ekki fyrir mörgum árum og Siggi hætti 95. Ég fór því að athuga þetta og sá að fyrsta EM var 1994 og Ísland komst ekki á EM fyrr en 2000. Mér leiðist svona ónákvæmni.Siggi Sveins hefur því ekki verið með á EM í handbolta sem leikmaður.En hvað er ég að röfla um handbolta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Bjarnason

Sæll frændi og gleðilegt nýtt ár.

Þetta er sennilega alveg rétt hjá þér Rúni. Kannski þú ættir að skipta yfir í handboltann. Allir vita jú að karfa er bara fyrir Ameríkanska drjóla

Kveðja

Hannes

Hannes Bjarnason, 20.1.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Hér hafa íslenskir fjölmiðlar greinilega haft áhrif á þig frændi.

Evrópskur körfubolti er mikið skemmtilegri en sá bandaríski auk þess sem ekkiAmeríkanar eru að stíga stór skref fram á við í íþróttinni og t..d hafa Bandaríkjamenn ekki unni stórmót í mörg ár.

En ég er handviss með Sigga Sveins.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.1.2008 kl. 11:23

3 identicon

Ég er viss um að gamli Gettu Betur liðsmaður Laugaskóla viti ýmislegt um handbolta sem ekki er á allra vitorði. Annars eru þessi stærðfræðidæmi hér á commentakerfinu full þung fyrir okkur sem vorum í stærðfræði hjá Danielle.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Hmmm Stjáni, hvaða stærðfræðidæmi????

Ertu eitthvað að skjóta á það að ég er að tala vel um evrópskan körfubolta? En ekki talandi um handboltamenn með ræpu í Noregi.

Er viss um að Danielle vissi ekki hvað handbolti var áður en hún fluttist til Íslands, frekar en stór hluti Frakka.

Handbolti er smáíþrótt í heiminum, jafnvel í Svíþjóð.

Rúnar Birgir Gíslason, 21.1.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband