Ónákvæmir fjölmiðlamenn

Það er alltaf gaman að röfla um handbolta og fjölmiðlamenn sem vinna ekki vinnuna sína. Í gær var kveikt á lýsingu Adolfs Inga á leik Íslands og Frakklands hér hjá okkur í Danmörku, ekki hægt að horfa á leikinn þó maður sé búinn að borga 69 dkr fyrir að sjá alla leikina á Sputnik hjá TV2.

En allavega, Adolf Ingi er að tala um eftir leikinn við hverja við munum spila í milliriðli og hann fer eitthvað að grúska. Áður en hann hóf sitt grúsk kíkti ég á úrslitin í hinum riðlinum og notaði tvær aðferðir sem eru algengar til að raða jöfnum liðum. Það tók mig ca 1 mín að sjá að við myndum mæta Þjóðverjum á þriðjudag því þeir myndu alltaf lenda nr 3 í sínum riðli. Samt fullyrti Adolf Ingi að við myndum mæta Spánverjum.

Mér er sama þó menn segi að það þurfi oft að flýta sér í beinni útsendingu, en þá fullyrðir maður ekki, maður segir að það sé líklegt t.d.

Nóg af röfli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Á margan hátt skil ég ekki hvernig hann heldur starfinu sínu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er ónákvæmur.  Lýsing hans á leik Íslendinga og Þjóðverja í gær fannst mér afar döpur. Hann verður alltaf mjög neikvæður þegar illa gengur og svo klikkti hann út með því að kalla norska dómarana hálfvita. Þeir voru nú smámunasamir en þetta var nú alveg óþarfi hjá honum. Í beinni.

Sveinn Arnar Sæmundsson, 23.1.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Einmitt, heyrði um þetta með hálfvitana í gærkvöldi. Fyrir ekki svo löngu var hann með eitthvað niðrandi um svartan frjálsíþróttamann sem heitir Gay.

Held að Hrafnkell þurfi að fara að tala yfir hausamótunum á honum. Hann er líka í vinnu hjá okkur öllum svo við eigum rétt á að gera athugasemdir.

Ég er líka alinn upp við að í Ríkisútvarpinu sé talað vandað mál, vonandi er það ekki að breytast.

Rúnar Birgir Gíslason, 23.1.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Karl Jónsson

Hann er að hætta karlinn er það ekki? Var þetta ekki síðasta mótið hans? Eða er það Geir sem er að hætta? Hins vegar kom það mér á óvart hvað Dolli virðist kunna í tungumálum, tók viðtöl við Frakka, Þjóðverja og Svía á þeirra tungu, það er nú nokkuð vel af sér vikið.

Karl Jónsson, 25.1.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 36579

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband