Þessi blessuð "mótmæli"

Mikið er ég kominn með leið á þessum vörbílamótmælum, þetta virðist líka vera orðið eitthvað allt annað en lagt var af stað með í upphafi. Fyrir það fyrsta sýnist mér þessir vörubílstjórar sem eru að tjá sig í fjölmiðlum ekki vaða í vitinu og það sem þeir segja og gera fær mig ekki til að standa með þeim.

Annað er þessi múgæsingur sem myndast eins og t.d. í gær, fullt af einhverjum ungmennum að grýta lögguna með eggjum og fleiru. Ég er alinn upp við að bera virðingu fyrir störfum lögreglunnar þó vissulega megi stundum gagnrýna vinnubrögð hennar. En þessi múgæsingur minnir mig á myndir sem ég hef séð frá Mið Austurlöndum þar sem fólk er t.d. að brenna danska fánann eftir að hinar svo kölluðu Múhameðsteikningar voru birtar. Það sem maður heyrir líka frá þessum heimi er að þetta fólk upp til hópa veit ekkert afhverju það er að mótmæla, veit ekki hvar Danmörk er eða hvaða vörur eru danskar. T.d. lenti Arla mjög illa í þessu síðast en t.d. danskir lyfjaframleiðendur fundu ekki fyrir þessu.

Eins og ég oft sagt áður, íslenska þjóðin er agalaus upp til hópa, ungt fólk í dag hefur aldrei þurft að taka ábyrgð á neinu og ber ekki virðingu fyrir neinu, ef það skemmir þá kaupa pabbi og mamma bara nýtt.

Upp með agann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Sæll!

Það er nú svo að flest er afstætt. "How is your wife?" Spurði einn tölfræðingur annnan á árlegu balli tölfræðinga í Chigaco fyrir nokkrum árum. "Compared to what?" Svaraði hinn.

Mér finnst það reyndar ekki samboðið svona vel menntuðum manni eins og þér að reyna að gera lítið úr öðru fólki með því að telja það eitthvað grennra af viti en annað fólk. Þegar allt kemur til alls, er vit og vitsmunir eingöngu samanburður við eitthvað annað.

Kv.

Hagbarður, 24.4.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Kannski tek ég stórt upp í mig en ég get sagt þér að hefði verið sömu skoðunar áður en ég kláraði þau próf sem ég tók.

Mér finnst málflutningur vörubílstjóra ekki til þess að fá mig til að styðja þá.

Rúnar Birgir Gíslason, 24.4.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband