Vilja Skagfirðingar eiga lið í efstu deild?

Í Feyki sem kom út í gær var grein eftir mig, birti hana hér.

Það hefur vakið athygli mína undanfarið hversu mikil þögn ríkir í kringum körfuknattleiksdeild Tindastóls. Undirritaður er einn af þeim sem skrifar fréttir á vefinn karfan.is og hefur verið í miklu samstarfi við félögin um fréttir og einnig hina almennu iðkendur sem gauka slúðrinu að okkur. Mikið líf hefur verið eftir að tímabilinu lauk og ýmislegt hefur maður fengið að heyra um hin og þessi lið en aldrei heyrir maður neitt um Tindastól.

 

Ég hef eins og áður var nefnt verið í samskiptum við flest öll félög í landinu, sent fyrirspurnir um hitt og þetta á hina og þessa stjórnar- og áhrifamenn innan hvers félags til að fá hitt og þetta staðfest. Einnig til þess að fá fréttir af starfinu. Oft hef ég sett mig í samband við þá sem ég tel hafa svörin í Tindastól en lítið hefur verið um svör.

 Einnig hef ég fylgst með heimasíðu félagsins og þar er ekkert að gerast. Á spjallsvæðinu hafa menn reynt að leggja fyrirspurnir en engin svör koma og það er líka merkilegt að það skapast engin umræða.

Þetta er þvert á það sem ég skynja á landsvísu, körfuboltinn hefur notið mikils meðbyrs í vetur og sjaldan verið jafn mikil og jákvæð umfjöllun um hann og í vetur.

 

Ég spyr mig því, er enginn áhugi fyrir körfubolta í Skagafirði? Ég tel Tindastól vera félag Skagafjarðar, allavega út á við. Hefur fólk ekki áhuga og metnað í að Skagafjörður eigi félag í efstu deild í að minnsta kosti einni hópíþrótt og fá athygli á landsvísu? Eina vonin eins og staðan er nú er í körfuboltanum. En til að svona starf gangi þurfa margar hendur að leggja sitt af mörkum, svona  fyrirtæki er ekki rekið af örfáum manneskjum í sjálfboðavinnu eins og þetta er gert í dag og ber að hrósa þeim sem lagt hafa mikið á sig undanfarin ár og fleytt félaginu hátt. Þetta fólk hefur lagt mikið á sig en eins og ég segi, það gengur ekki til lengdar að öll vinna sé á fáum hendum, þá fá menn ógeð. Það þurfa allir að hjálpast að, ekki bara að mæta á leiki og hrópa áfram Tindastóll þegar liðið er öruggt með sigur. Fólk þarf að taka þátt, spyrja: „hvað get ég gert fyrir félagið?”,

 

Mín tilfinning nú er sú að næsta vetur verði meistaraflokkur karla í basli í Iceland Express deildinni vegna manneklu og falli að öllum líkindum. Erfitt verður að fá leikmenn því allir „feitu” bitarnir eru búnir að ganga frá sínum málum enda er farið að síga á seinni hluta leikmannabrasksins þetta vorið. Það er í lok apríl og maí sem hlutirnir gerast.

 

Það er sorglegt ef það fer svo að körfuboltinn deyr í Skagafirði. Í vetur voru nokkrir öflugir yngri flokkar og er það jákvæð þróun eftir smá lægð undanfarin ár. Ef þessir leikmenn eiga að eiga möguleika á að leika í meistaraflokki í efstu deild þá þarf að halda starfinu gangandi og þá meina ég að það þurfa allir að hjálpast að. Hér á árum áður átti Tindastól lið í A riðli í hverjum flokk stráka og stelpna, liðin unnu Íslandsmeistaratitla og bikarmeistaratitla. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að byggja frá grunni, það þarf að laða krakkana að körfuboltanum og láta þetta vera skemmtilegt, í upphafi má ekki einblína á sigurinn, það á að vera gaman og í orðinu gaman felst ýmislegt á þessum árum. Leikurinn sjálfur og sigur eru ekki aðalatriðið, það er gaman að hittast saman undir merkjum körfunnar og gera stundum eitthvað annað en að spila og æfa körfubolta. Ef börnum þykir skemmtilegt í körfubolta þá frétta vinirnir það og hópurinn stækkar sem verður til þess að starfið eflist og liðin verða sterkari. En hér verða foreldrarnir að vera virkir og taka þátt, fleiri hendur vinna létt verk. Og framtíðin liggur í ungviðinu, eftir því sem fleiri leikmenn koma úr yngri flokka starfinu þeim mun betri verður árangur meistaraflokks og þeim mun meiri verður jákvæða athyglin sem Skagafjörður fær.

 

Það ber þó að hrósa öllum þeim sem lagt hafa á sig mikla vinnu við starf körfuknattleiksdeildar Tindastóls undanfarin ár. Þessi hópur er bara ekki nógu stór og skiljanlega hefur þetta fólk ekki endalausan kraft, en það er hægt að virkja þeirra kraft aftur og betur með því að fá fleiri í starfið. Eftir því sem fleiri fást til að starfa þeim mun minna verður hlutverk hvers og eins.

 

Skagfirðingar þurfa að spyrja sig að þeirri spurningu hvort þeir vilji eiga lið í efstu deild í hópíþrótt. Ef svarið er já þá verða þeir að spyrja hvað þeir geti gert til að svo verði. Slíkt er ekki unnið af litlum hóp.

 

körfuboltakveðja

Rúnar Birgir Gíslason 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll frændi í danabyggð ég vill benda þér á kr karfan.is þar skírum við ÍSLANDSMEISTARAR 2007 KR. frá því að Joshua helm, fyrrum leikmaður kfí. er genginn til liðs við KR. frá amsterdam í Hollandi 20 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik semsagt monster þar á ferð. ef menn ætla að gera eitthvað í vetur til að stoppa stórveldið í því að raka inn öllum titlunum þá verða menn að gera eithvað svakalegt. málið er einfalt STÓRVELDIÐ KR. stoppar eingin úr þessu. KR í NBA.

Gústi Kára (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sæll frændi, gaman að heyra frá þér hérna.

KR er klúbbur sem er að gera vel. Ég var því miður ekki í færi til að henda inn frétt af Helm fyrr en í kvöld, lærdómur í allan dag. En fréttin er komin á karfan.is, Ingi og Atli klikka ekki á að tilkynna um nýjar fréttir.

Veit ekki með KR í NBA, enda ég lítill NBA áhugamaður, en KR í Euroleague væri meira að mínu skapi. 

Rúnar Birgir Gíslason, 15.6.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Ágúst Kárason

Rúnar er einfaldlega rétti maðurinn fyrir stólana. ég skora hér með á þig frændi að flytja heim strax og klára námið hjá Árna Tobb. hann er var magnaður í dönsku, og gera stólana aftur að því sem við Kalli Jóns gerðum og skildum við sem frábært lið með samstiltum mönnum og mögnuðum áhorfendum,

koma svo.

Ágúst Kárason, 15.6.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þakka hrósið en get nú frætt ykkur á því að ég flyt ekki til Íslands fyrr en eftir 2 ár í fyrsta lagi og ég efast um að ég fari á Krókinn. Leyfi mér samt sem áður að hafa skoðanir á íþróttalífinu í Skagafirði. Ég segi líka að einn maður gerir engin kraftaverk, það þarf hóp af fólki, því fleiri sem koma að þessu þeim mun minna verk er þetta fyrir hvern og einn, þú ættir að þekkja það úr KR Gústi.

Bréfið var til þess skrifað að ýta við fólki og fá það til að líta í eigin barm í stað þess að húka í eigin koppi  og röfla yfir að enginn geri neitt.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.6.2007 kl. 15:12

5 identicon

Ég vona að fólkið húki á koppunum sínum en ekki í þeim.  Þó er aldrei að vita, allt er stórt í Skagafirði og því möguleiki að menn komist ofaní koppa sína.

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 03:10

6 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Það er bara staðreynd að það er allt of mikið af fólki sem húkir úti í horni og nöldrar yfir því hvað aðrir standa sig illa í því sem þeir taka sér fyrir hendur, í stað þess að rétta fram hjálparhönd.  Það þarf klárlega fleiri en einn mann til að láta svona apparat virka, og í raun dugar 5-7 manna stjórn varla heldur.  Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort skynsamlegra hefði verið fyrir Stólana að vera áfram í 1. deild í 1-2 ár og einbeita sér að því að byggja um yngri flokkana á meðan.

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, en af fréttaflutningi á heimasíðu Tindastóls fær maður svolítið á tilfinninguna að viljinn sé einfaldlega ekki fyrir hendi.

Gunnar Freyr Steinsson, 18.6.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 36600

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband