Merkileg girðingarlögn

Í sumar keyrði ég í fyrsta skipti nýjan veg um Norðurárdal í Skagafirði, mikill munur að losna við allar blindhæðirnar og einbreiðu brýrnar. Það vakti athygli mína að búið var að girða gamla veginn af þannig að nú er þröng renna efst úr dalnum og niður undir Silfrastaði. Mig grunar að þetta sé gert svo hægt sé að reka fé úr afréttinni og niður í Silfrastaðarétt.En tilhvers að vera að búa til þessa þröngu rennu sem á eftir að þrengja að fénu og allur sjarmi yfir að reka féð úr afréttinni niður í rétt er horfinn. Þetta verður bara ein löng buna sem fólk kemst ekkert að.Það hlýtur að hafa verið hægt að fá Vegagerðina til að nota þá peninga sem fóru í girðinguna og jafnvel meira til að byggja nýja rétt fram við gangnakofa. Í dag tekur það menn örlítið meiri tíma að keyra þangað fram eftir svo tíminn við að keyra fénu heim yrði lítið meiri. Þá væri jafnvel hægt að rétta bara á sunnudegi.Merkilegt hvað er erfitt að fá sumt fólk til að breyta hlutunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Sammála þér, það var alltaf skemmtilegt að horfa á safnið renna niður fjallið, en það verður með öðrum brag eftir þetta.

Sigríður Gunnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég ætla að skoða þetta á morgun. Gef svo skýrslu. Kveðja.

Eyþór Árnason, 15.9.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Ágúst Kárason

sorglegt að skemma þessa stemingu, ég man í þá gömlu góðu daga þegar við Gunni á Ökrum og margir fleiri krakkar gengum á eftir safninu alla leið niður í rétt, þetta virtist vera endalaus ganga en mikið rosalega var gaman. skildi maður hafa þetta af í dag !!!!!!!!!.

Ágúst Kárason, 15.9.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Sæll frændi. Að byggja rétt við kofann væri sniðugt. Og rétta á sunnudeginum. Menn eru komnir það snemma að. Þarna myndast alveg örugglega afbragðsstemning. Gangnamenn þreyttir en glaðir yfir að vera komnir að og myndu leika á alls oddi í réttinni :) Hef reyndar lengi velt þessu fyrir mér hvers vegna þetta hefur ekki verið gert.

Sveinn Arnar Sæmundsson, 16.9.2007 kl. 13:40

5 Smámynd: Karl Jónsson

Tók einmitt óbeinan þátt í umræddum fjárrekstri í gær. Kindurnar runnu þarna eftir "hlaupabrautinni" sem búið er að afmarka og lengdin á röðinni fleiri kílómetrar. En þetta hlýtur að einfalda og auðvelda reksturinn og auka umferðaröryggi, er það ekki málið?

Karl Jónsson, 17.9.2007 kl. 09:57

6 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Já það er margt í þessu, vissulega eykur þetta umferðaröryggið. En ég held samt að skattpeningum sé betur varið í að byggja nýja rétt framfrá í stað þessarar girðingar og svo fer að verða kominn tími á að lappa upp á Silfrastaðarétt. Fyrir utan það að sauðfjárbændum hefur fækkað í Akrahrepp og Silfrastaðarétt örugglega orðin alltof stór fyrir þetta.

Eins og Arnar bendir á þá væri hægt að klára málið á sunnudegi í stað þess að þreyta féið við að reka það þessa vegalengd. Samgöngur eru orðnar svo allt aðrar að þessir fáu bændur sem reka á fjall væru ekki mikið lengur að keyra frameftir held ég. Auk þess hefðu þeir fleiri hjálpakokka í réttunum þar sem fólk í þéttbýli þarf flest í vinnu á mánudögum og einnig þurfa börn í skóla.

Held bara að það sé skref inn í nútímann að byggja rétt framfrá.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.9.2007 kl. 10:36

7 Smámynd: Karl Jónsson

Ekki ætla ég nú að þræta við ykkur sveitapiltana um hvort að réttlætanlegt sé að byggja rétt fram frá í stað þess að bæta aðstæður til rekstrar. Hitt veit ég þó að við hjónin brugðum okkur í Eyjafjörðinn í gær til að sækja okkur skrokk, lifi lambið!!

Karl Jónsson, 17.9.2007 kl. 12:59

8 identicon

hæhæ.. Ég hef nú líka keyrt þessa leið.. mér finnst þetta skrítið líka.. já kannski væri sniðugt að klára þetta á sunnudegi.. 

Rakel Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:18

9 identicon

Sæll Rúnar

Það eru fleiri bændur en fjárbændur t.d. hrossabændur. ég var í þessum göngum um helgina og var með á leið niður og þetta gekk nú mjög vel sérstaklega þegar skjátunum var komið í girðinguna (rennuna) og það var stoppað við hliðið við >Kjálkann< síðan var þar opnað og féð spíttist inn í réttina. Og þessi girðing utan um veginn er aðalega hugsuð sem reiðleið í framtíðinni, en hún hefði mátt vera aðeins breiðari en Jóhannes lét sitt ekkert eftir.

það er mikið meira umferðaröryggi að hafa þessa rennu og aðstandendur geta keyrt eftir nýja veginum og hoppað upp í rennuna með börn ef menn vilja. Síðan er alltaf fólkinu að fækka sem eru við þetta.

 gangamannakveðja

Friðrik Þór

Fritz (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 09:57

10 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Já Frissi, það er rétt, það eru líka hrossabændur. Heyrði því reydnar fleygt að það væru eiginlega bara tveir bæjir sem reka hross í afrétt. Spurning hvort væri hægt að leysa málið einhvern veginn.

En gott mál að féið rann ljúft í gegnum þessa girðingu og ég er sammála að það er öryggi af því að hafa það þarna inni.

Minn punktur var bara hvort það væri ekki hagkvæmara að byggja nýja rétt framfrá, það hefði verið hægt að fá Vegagerðina til að borga eitthvað af því í tengslum við þessar vegaframkvæmdir. Þó ég hafi ekki komið að Silfrastaðarétt lengi þá grunar mig að hún sé farin að láta á sjá. Svo er spurning hvort fénu hafi fækkað, veit það ekki.

En ég sá líka fyrir mér að ef réttin væri framfrá þá væri hægt að rétta á sunnudegi þó eitthvað af fénu væri ekki flutt heim fyrr en á mánudegi. Ég held að það yrðu fleiri hjálparkokkar í réttum á sunnudegi en mánudegi.

En ég er aðeins að velta hlutunum fyrir mér, hvort hægt sé að gera hlutina á hagkvæmari hátt.

Rúnar Birgir Gíslason, 18.9.2007 kl. 10:49

11 identicon

Sæll Rúni

það eru 5 bæjir sem reka hross á afrétt Flugumýri, Grund,Höskuldsst. og Miðsitja.

En það verður að hafa reiðleið þarna inn dalinn og þessi leið er fín þegar malbikið verður brotnað niður og girt alla leið upp að kofa.

Það er í deiglunni að gera rétt upp frá annað hvort við Valagilið þar sem rollunum  er sleppt út eða framan við Kofann þar sem malarhaugarnir eru. Þar sem Jóhannes á land báðum megin við gamla veginn verður að hafa þessa rennu. Féðið var fljótar niður í gær en verið hefur.

En alltaf má gera betur og vera gagnrýnin á allt sem gert er. því er ég sammála Runki minn sem fór í réttirnar .

kveðja úr Skagafirði

Fritz

Fritz (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:33

12 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Góður punktur með reiðleiðina, þar klikkaði ég.

En gott að menn eru að velta þessu fyrir sér.

Og að lokum smámunir, Flugumýri, Grund, Höskuldsstaðir og Miðsitja eru bara 4 bæir, ekki 5.

Rúnar Birgir Gíslason, 18.9.2007 kl. 13:28

13 identicon

jæja góði þú ættir nú að  vita að það eru tveir ræktunarbæir á Grund,bróðir og Kolla og hins vegar Sæmi gamli. ég taldi þetta þannig skilur !!!!

fritz

heyrðu í endan móðir þín var komin með sleif í hendi með systur þinni í  matstússinu.

Fritz (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:50

14 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég rak niður og er smá stirður í dag!! Er að semja skýrslu. Kveðja.

Eyþór Árnason, 18.9.2007 kl. 23:32

15 identicon

Það er nú meiri munurinn að rekast á vitsmunalegar og skemmtilegar umræður hér á netinu, en allavega góðann daginn gott fólk.

Ég missti því miður af þessum rekstri þetta árið, en get allavega bent á það að Vegagerðin hefði hiklaust byggt nýja rétt framfrá til að geta lagt gamla veginn alveg af, en þessi leið var ákveðin í samráði við heimamenn.

Hilsen

Axel Kárason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:02

16 identicon

Já það má alltaf gera betur. En þetta með að rétta fram við kofa ætti að vera löngu komið til kastanna.  Ég segi nú bara að það væri réttast að fá hann tengdó til að ýta aðeins á réttina niðurfrá og þá væri dæmið úr sögunni. Hún er að hruni komin og ég veit ekki alveg hvað það er sem heldur henni saman. Annars er það örugglega öll tonnin af sementi sem kallfauskurinn sem hannaði réttina seldi hreppsbúum. Það hefur ábyggilega verið bygging til gróða fyrir þann kauða. Hann s.s. teiknaði réttina og var örugglega ekkert að pæla í hvað ætti að gera í henni heldur bara hvað færi mikið af sementi í hana  og hef ég heyrt af mínum kæra nágranna að það hafi ekki verið mikil ánægja meðal sveitunganna þegar herlegheitin voru risin. Þvílik og önnur eins plága sem þessi rétt er og ég skal skaffa nokkra naglapakka og eitthvað fleira til að ný rétt fram við kofa gæti orðið að veruleika.

Bara svona smá í hita leiksins, við eigum nú bara 31 kind svo þetta væri ekki okkar hagsmunir sem hugsunin fellst í. Bara hvað það væri gott fyrir þessa alvöru kalla sem eiga á milli 3 og 5 hundruð hausa...

Kolla (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:42

17 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Gerði mér ekki grein fyrir að sumir bæir væru tvítaldir Frissi, samkvæmt þessu myndi ég telja Flugumýri amk þrisvar, en hvað veit ég. Frétti af mömmu með sleifarnar, skildist reyndar að hún hafi verið meira í uppvaskinu.

Hlakka til að lesa pistilinn þinn Eyþór, er reyndar búinn að sjá fyrrihlutann.

Já Axel kannski hefði verið rétt að grípa tækifærið og fá Vegagerðina til að borga, ekki víst að það bjóðist aftur. En annars að mestu leiti skrifað um gáfuleg efni hér, körfubolta og Skagafjörð.

Sjáum hvað gerist Kolla, þetta virðist allavega vera í umræðunni.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.9.2007 kl. 21:06

18 identicon

þetta spjall er að verða eins og skemmtilegt kvöld við eldhúsborðið í   Brekkukoti,

frændur frænkur og margir góðir vinir þar var oft glatt á hjalla.

haldið þessu áfram,

kv. Gústi Kára.

Brekkukot Blönduhlíð Skagafjörður.      

Ágúst Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 36623

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband