Færsluflokkur: Bloggar
23.4.2008 | 06:34
Til hamingju með daginn KS
Fattaði allt í einu að ég á 19 ára fermingarafmæli í dag, það þýðir víst að Kaupfélag Skagfirðinga er 119 ára í dag.
PS. til hamingju með daginn Harpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2007 | 15:48
Vonbrigði
Ég er einn af þeim sem varð fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn, þvílík snilld sem þessi sería er búin að vera. Ég hef ekki verið svona spenntur yfir nokkrum þáttum sem ég man eftir. Svo kom lokaþátturinn og allt í einu var lítið eftir og þá varð morðinginn/arnir bara að gefa sig fram sjálfur/ir.
Lyktar eins og sparnaður DR hafi haft einhver áhrif, það hafi átt að hafa fleiri þætti en svo gekk það ekki vegna niðurskurðar.
En mæli þó með því að fólki fylgist með þessu og passi sig á að komast ekki að því hver morðinginn er. Nú eða morðingjarnir.
![]() |
Yfir 2 milljónir Dana fylgdust með lokaþætti Forbrydelsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 17:59
Aflæst
Mikið þykir mér þetta orð, aflæst, vera ljótt. Ég þurfti að lesa fréttina nokkrum sinnum til að skilja hana.
Aflæst er mjög líklega bein þýðing af orðinu unlocked, ólæstur sem er algeng þýðing af því eða bara opinn.
Ég var lengi að skilja hvort um var að ræða síma sem fólk hafði notað ólöglegan hugbúnað til að opna símana eða þá sem höfðu ekkert af sér gert.
Ég hélt semsagt við fyrsta lestur að þessi hugbúnaðaruppfærsla hafi lokað hjá þeim sem ekkert höfðu af sér gert.
Svona getur þetta verið þegar verið er að þýða beint.
![]() |
Hugbúnaðaruppfærsla frá Apple gerir aflæsta iPhone síma óvirka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.9.2007 | 16:33
Merkileg girðingarlögn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.8.2007 | 23:10
Stuðmenn eyðilögðu frábæra tónleika
Var að enda við að horfa á afmælistónleika Kaupþings yfir netið, frábærir tónleikar alveg þangað til Stuðmenn mættu á svæðið. Þvílík hörmung, vantaði allan kraft og gleði sem hefði þurft til að enda góða tónleika og skilja fólk eftir ánægt.
Allir hinir voru flottir þó ég fýli ekki endilega svona boybönd eins og Luxor og stelpubönd eins og Nylon.
En SSSól, Todmbobile, Bubbi og Garðar Örn voru öll frábær og Mugison var svakalegur. Nýjasta útsetningin á Murr murr var frábær og Zeppelin hljómurinn í lögum hans flottur.
![]() |
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2007 | 18:28
Þegar hægri höndin veit ekki hvað vinstri er að gera
Það getur oft verið skondið að lesa þær villur sem sleppa á prent í dagblöðum og öðrum prentuðum miðlum.
Í Mogganum í dag er ein skemmtileg. Á bls 63 er leiðrétting, verið að gefa upp rétt nafn á myndatökumanni á forsíðumynd sem var í blaðinu á föstudaginn.
Á næstu blaðsíðu er svo myndin aftur og hvað haldið þið, rangur myndahöfundur þar.
Bloggar | Breytt 13.8.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 11:24
Aldeilis umsnúningur
Merkilegur viðsnúningur hjá Carlsberg. Við upphaf árs 2005 voru þeir harðir á að hætta öllum samningum við Liverpool. Svo komst liðið langt í Meistaradeild og vann hana að lokum, þá var gerður lengri samningur.
Nú fóru þeir einnig í úrslit og samningurinn framlengdur enn meir.
En það er samt skondið að hugsa til þess að fyrsta félagið sem var styrkt af Carlsberg var Wimbeldon í bikarúrslitaleiknum 1988 þegar liðið vann Liverpool 1-0.
![]() |
Nýr samningur milli Carlsberg og Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 12:17
Vel borgað hjá Fylki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 13:34
„Vatni hleypt á brúnna"
Þessi fyrirsögn er á skagafjordur.com.
Veit ekki hvort ég er svona fáfróður um íslenskt mál en ég hef alltaf skilið það þannig þegar einhverju er hleypt á brýr, sbr umferðinni var hleypt á brúnna.
Mér finnst að vatni hljóti að vera hleypt undir brúnna.
Er að velta þessu fyrir mér, er ekki viss.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 18:03
Mun markið skipta máli?
Danir hafa talað um þetta mark sem skondið mark, en líka á öðrum nótum.
Þeir óttast að kannski verði þetta markið sem skilur þá eftir heima. Þeir trúa því að þeir geti orðið í það minnsta jafnir Svíum og þá muni markatala skipta máli og kannski verða Svíar með einu marki meira en Danir í plús.
Það sjá þetta greinilega allir með sínum augum.
![]() |
Fimmta mark Svía gegn Íslendingum vinsælt á YouTube |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
-
seth
-
snorris
-
jax
-
sigrg
-
orgelleikarinn
-
bullarinn
-
kalli33
-
gunnarfreyr
-
hannesbjarna
-
hannesjonsson
-
snorriorn
-
eythora
-
ofansveitamadur
-
reykur
-
gusti-kr-ingur
-
sveitaorar
-
raggirisi
-
sigurdurarna
-
jabbi
-
ktomm
-
jakobsmagg
-
skallinn
-
skapti
-
gloria
-
attilla
-
godsamskipti
-
730
-
einherji
-
nh04
-
nannar
-
doolafs
-
drhook
-
eirikuro
-
pallijoh
-
oddikriss
-
golli
-
runarhi
-
ithrottir
-
veggurinn
-
hallurg
-
hugsadu
-
stebbifr
-
herdis
-
hofi
-
dresi
-
kristjanmoller
-
litliper
-
aronb
-
brynjaroggurry
-
latur
-
gustur
-
gudrunvala
-
stefanjonsson
-
flikk
-
ordeal
-
alla
-
lydur06
-
gummisteingrims
-
gudni-is
-
bjb
-
eggman
-
gleraugun
-
gisli
-
gtg
-
mojo
-
vardturninn
-
puffin
-
karfa
-
hjossi9
-
nbablogg
-
olihelgi
-
vefritid
-
amerikugengid
-
metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar