Færsluflokkur: Vísindi og fræði
19.8.2007 | 20:24
Íslenskt mál
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslensku máli. Stafsetningarvillur geta pirrað mig mikið ásamt málfarsvillum. Ég þykist vera ágætur í stafsetningu og nota bæði sjónminni og þær reglur sem ég hef lært.
Undanfarið hafa tvö orð vafist fyrir mér. Annað þeirra er tré með greini, tréð, eins og mér sýnist eftir rannsóknir að sé rétt. En málið er að ég vil skrifa þetta tréið.
Á wikiorðabókinni er þetta skrifað tréð og ef maður skoðar önnur orð með sömu fallbeygingu þá koma orð eins og hné og kné og væntanlega fellur orðið fé undir þetta.
Tökum sem dæmi orðið far, þar myndi maður aldrei skrifa farð, það væri farið.
Ég verð líklega að játa að ég hef rangt fyrir mér þegar ég skrifa tréið en ég vil fá rökstuðning fyrir því að hafa ekki i þarna. Getur einhver sagt mér hvaða regla gildir hér?
Hitt orðið er ein myndin af orðinu að birtast. Eitthvað hefur birtst mörgum sinnum. Er þetta skrifað svona birtst eða er það birst?
Nú veit ég hreinlega ekki og ég forðast að þurfa að skrifa þetta orð.
Ég fann þetta orð ekki í wikiorðabókinni.
10.3.2007 | 15:24
Breyttur Íraki
Oftast talar maður bara íslensku og hugsar lítið um þau orð sem maður notar nema akkúrat eins og þau koma fyrir. En stundum fer maður að spá í hvernig orðin verða til, afvhverju þau eru svona en ekki öðruvísi.
T.d. óbreyttur Íraks eins og stendur í fyrirsögn þessarar fréttar. Óbreyttur er sett saman úr forskeytinu ó og lýsingarorðinu breyttur. En hvernig er þá breyttur Íraki? Er það maður sem hefur snúist á sveif með Bandaríkjamönnum og þeirra fylgifiskum? Var Saddam Hussein þá óbreyttur Íraki og drápu breyttir Írakar óbreyttan Íraka?
Já íslenskt mál getur oft verði forvitnilegt.
Bandarískir hermenn sakaðir um að hafa myrt óvopnaða óbreytta Íraka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar