Færsluflokkur: Matur og drykkur
11.3.2007 | 16:51
Bjór er ekki bara Tuborg og Carlsberg
Ég er nú ekki þekktasti bjórdrykkjumaður í heimi, hafði svo sem alltaf gaman að fara í Ríkið í gamla daga með pabba og mömmu og velja flottustu flökkuna hverju sinni. En hér í Árósum kynntist ég manni sem er mikill bjóráhugamaður, kannski frekar bjórnörd. Mér fannst þetta einkennilegt áhugamál til að byrja með en setti svo hlutina í samhengi. Bjórinn er honum eins og körfuboltinn er mér, stórt áhugamál. Ég hef hlustað á hann oft tala um bjór og er farinn að hafa áhuga á þessu þó ég drekki þá ekki, en lykta oft og er farinn að skilja aðeins mun á stílum og afbrigðum. Félaginn heldur úti heimasíðu þar sem hægt er að finna allskyns fróðleik um bjór og dóma hans á hinum og þessum tegundum. Margir Íslendingar átta sig nefnilega ekki á því að bjór er ekki bara Tuborg, Carlsberg og Egils. Það eru til ótrúlega mikið af allt öðrum tegundum. Það er kannski lýsandi fyrir íslenska hugsunarháttinn að þegar ég fór að skoða úrvalið af bjór í Fríhöfninni þá sá ég að það var frekar fátæklegt. Sendi tölvupóst á innkaupastjóra Fríhafnarinnar sem ég kannast við og spurði hvers vegna hann væri með svona lítið úrval. Hann sagði það ekki passa, hann hefði 10 tegundir af bjór til sölu. Ég benti honum á að hann væri með einn bjór í 10 mismunandi flöskum. Hef ekki heyrt í honum síðan.
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar