Reif reikninginn í öreindir

Á visir.is er að finna þessa frétt, veit að við erum á Moggabloggi en nenni ekki að vera með blogg líka á visir.is

Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, var foxillur út í þá Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson sem dæmdu leik Fram og Stjörnunnar í gær.

Þorsteini var mikið niðri fyrir þegar hann hitti blaðamann Fréttablaðsins eftir leikinn og sagði að þeir hefðu eyðilagt tímabil Stjörnunnar með frammistöðu sinni í gær, tók síðan upp reikninginn frá dómurunum og reif hann í öreindir fyrir framan blaðamann. Sagði ekki koma til greina að borga reikninginn og það fengi HSÍ að vita strax eftir helgi.

Ég segi nú bara, mikið vona ég að þessi maður fái þá refsingu sem hann á skilið. Hann getur allavega ekki látið sig dreyma um að leikur verði dæmdur hjá honum aftur nema greiðsla komi fyrir leik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Manni þótti stundum súrt að þurfa að borga körfuboltadómurum fyrir það sem manni fannst illa unnin störf í Síkinu á Sauðárkróki, en sem betur fer er maður ekki svo skaptruflaður að það hafi orðið til þess að þeir fengu ekki greitt samkvæmt reikningum. Menn sem eiga það til að missa sig svona illa ættu að vera tengdir einhverju öðru hobbýi en keppnisíþróttum.

Jón Þór Bjarnason, 4.3.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Nákvæmlega. Stundum heyrði maður sögur af því þegar héraðsdómarinn var inn í klefa að hrauna yfir dómara leiksins og að skrifa ávísun á sama tíma.

Það ætti að rassskella þennan mann.

Rúnar Birgir Gíslason, 4.3.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband