Smáborgarahusgsunarháttur

Ragnar Bjarnason frændi minn kommentar á þessa frétt á öðrum nótum en allir aðrir. Spyr hverskonar fréttamennska þetta sé. Afhverju er málið ekki skoðað nánar? Hvað er gert við þessa lista? Hvaða spurningar eru þarna fleiri?

Ég er sammála honum, mér finnst athyglisvert hversu margir kommenta á þessa frétt með upphrópunum. Mér finnst það svolítill smáborgarahugsunarháttur. Íslendingar verða að átta sig á því að til að vera með í alþjóðasamfélaginu þarf að fylgja þeim reglum sem settar eru og það er nú bara þannig að til að fá hina ýmsu þjónustu þarf að skrifa undir margt sem manni finnst fáránlegt en svona er bara heimurinn orðinn og ef Íslendingar ætla að vera með þá þurfa þeir að beygja sig undir þetta.

Mér fannst alveg fáránlegt eftir að ég flutti hingað til Danmerkur að þegar ég millifærði peninga milli reikninga eða greiddi reikninga í netbankanum þá voru peningarnir aldrei komnir á hinn reikninginn fyrr en næsta virka dag, eins með reikningana, þeir borgast yfir nótt.

Það er ekkert sjálfsagt að hafa þetta svona gott eins og við höfðm það á Íslandi.

En þessi "múgæsingur" eins og ég kalla viðbrögð við þessari frétt finnst mér því miður týpísk fyrir Íslendinga.


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Góðir punktar hjá þér Rúnar, en ég er þó ósammála.  Satt er það, við erum þátttakendur í alþjóðasamfélaginu og þurfum að miklu leyti að aðlaga okkar þjóðfélag að því samfélagi sem við viljum taka þátt í.  Hins vegar er það svo að margt í alþjóðasamfélaginu er fáránlegt eða á hreinlega ekki við hér á Íslandi, það er sá fáránleiki sem ég t.d. var að benda á í minni bloggfærslu.

Þó eitthvað sé nauðsynlegt í Danmörku eða Lúxemborg, þá er ekki endilega nauðsynlegt að gera það á Íslandi.  Það er ákveðin ameríkanavæðing í gangi þarna, að banna allt og herða reglur.  Bandaríki norður Ameríku eru í dag eitthvað allt annað en það sem þau þykjast vera.  Hvergi í hinum vestræna heimi er t.d. búið að þrengja jafn mikið að persónuréttindum þegnanna eins og þar.  Ég óttast að heimurinn fylgi fordæmi Bandaríkjamanna. 

Snorri Örn Arnaldsson, 7.4.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þú hefur fullan rétt á að vera ekki sammála. Heimurinn er að verða eitt samfélag sama hvort þér líkar betur eða verr og ég tel að bankar séu betur tryggðir ef þeir spyrja ýmissa spurninga þegar þeir fá kúnna til sín.

Þetta er jú gert til að reyna að koma í veg fyrir peningaþvætti.

Þú ert kannski einn af andríkismönnum, ég er bara svo langt frá þeirra skoðunum að ég nenni ekki einu sinni að rökræða það.

Rúnar Birgir Gíslason, 7.4.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Hvað eru andríkismenn?

Snorri Örn Arnaldsson, 7.4.2007 kl. 18:27

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Andríkismenn eru þeir sem tjá sig á www.andriki.is og hyllast að skoðunum þeirra. Menn sem vilja ekki ríkisafskipti, eða afskipti yfirleitt. Bara að hver ráði sér sjálfur.

Rúnar Birgir Gíslason, 8.4.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Get ekki sagt að ég aðhyllist það sem fram kemur á andríki, þannig að andríkismaður er ég ekki.

Snorri Örn Arnaldsson, 10.4.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband