Mogginn að klikka

Getur það verið að Mogginn eigi engar myndir af þessu lokahófi? Sendu þeir virkilega engan ljósmyndara?

Er það líka eðlilegt að þessi frétt komi fyrst klukkan 8:47 á vef þeirra? Fréttin birtist klukkan 23:44 á vef KKÍ og innan við 10 mínútum seinna var fréttin komin í tölvupósthólf þeirra.

Mér þykir þetta léleg frammistaða hjá fjölmiðli sem er í samkeppni og vill vera fyrstur með fréttirnar.

En jafnfram óska ég öllum verðlaunahöfum á hófinu til hamingju, sendi þó sérstakar kveðjur til vinar míns Sigmundar Más.

Vona að allir hafi skemmt sér vel á hófinu og maður fái að heyra sögur næstu daga. Mikið vildi ég hafa verið þarna.


mbl.is Brenton og Helena valin bestu leikmenn efstu deilda í körfubolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Tek undir gagnrýnina hjá þér Rúnar.  Við vorum tveir að mynda á lokahófinu, ég og Stebbi Haukamaður. Ég var að taka myndir vegna þess að mér finnst það gaman og fyrir KKÍ og Stebbi var að mynda fyrir Víkurfréttir.  Enginn fjölmiðill, fyrir utan Víkurfréttir var með ljósmyndara eða upptökumann á staðnum.

Snorri Örn Arnaldsson, 29.4.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Kemur það flatt uppá þig að mogginn hafi ekki mætt? Ekki mig. Það er eitthvað undarlegt sem gengur á á þeim fjölmiðli. Hvet þig til að gera marktækan samanburð þegar lokahóf handboltamanna fer fram.  

Rögnvaldur Hreiðarsson, 29.4.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Karl Jónsson

Hjartahnoð Moggans á handboltanum heldur áfram og mun ekki hætta. Það væri gaman að sjá jafnviðamikla umfjöllun um deildarbikarinn í körfubolta eins og handbolta.

Karl Jónsson, 30.4.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband