1.5.2007 | 15:15
Ríksiborgararéttur
Ég er búinn að vera að reyna að lesa það sem skrifað er um þessa ríkisborgararéttarveitingu sem einhverjum fannst ósanngjörn. Þ.e. að verðandi tengdadóttir Jónínu Bjartmars hafi fengið ríkisborgararétt eftir að hafa búið hér í mjög skamman tíma.
Ég hef ekki hugmynd um hvort Jónína ýtti á einhverja takka en allir sem málið varða neita öllu slíku og enn hefur Kastljósmönnum/Helga Seljan ekki tekist að sanna neitt. Atli Rúnar Halldórsson skrifar athyglisverðan pistil um hvernig fjölmiðlamenn eru stundum misnotaðir í pólitískum tilgangi.
En það sem pirrar mig í þessu máli er að það er oft talað um að fólk fái ríkisborgararétt eftir svo skamman tíma ef það er t.d. afreksíþróttafólk og geti verið ávinningur fyrir þjóðfélagið að það sé Íslendingar. Nú þekki ég vel til í körfubolta, á síðustu árum hafa allnokkrir körfuknattleiksmenn fengið ríkisborgararétt, flestir eru þeir afreksmenn í íþróttinni á íslenskan mælikvarða, fæstir á erlendan. Nú er það þannig að reglur alþjóða körfuknattleikssambandsins segja að aðeins megi nota einn leikmann með tvöfalt ríkisfang í landsleikjum. Þar með má Ísland einungis nota einn af þessum köppum. Nú hefur það verið þannig að sumir þeirra hafa leikið með landsliðinu og aðeins einn hefur virkilega nennt því. Hinir hafa druslast með í eitt mót eða svo og eru svo horfnir til Evrópu þar sem enginn nær í þá geta þar leikið sem Bosmanleikmenn og haft það gott. Ávinningur Íslands er því sáralítill af þessum hóp, eiginlega enginn. Ég nefndi einn sem hefur haft metnaðinn í landsliðsverkefni og sá kappi býr hér á landi og á sína íslensku konu og sín börn.
Þetta eru svo sem ekki hlutir sem maður veit þegar ríkisborgararéttur er veittur, en stundum hefur mér fundist vera farið frjálslega með þá veitingu.
Þeir afreksmenn í íþróttum sem ég man eftir sem hafa skilað einhverju til Íslands sem íþróttamenn eftir ríkisborgaraveitingu eru Rúnar Alexandersson, Julian Duranona, Alexander Petterson, kannski Jaliesky Garcia og Brenton Birmingham. Kannski hægt að nefna einhverja fótboltamenn en þeir hafa fæstir verið á landsliðsklassa.
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.