2.6.2007 | 20:23
Ótrúleg uppákoma
Þvílík uppákoma, að svona gerist í Norður Evrópu. Þetta atvik mun kosta Dani mikið bæði íþróttalega og peningalega. Liðið fær eflaust langt heimaleikjabann auk þess að þurfa að borga háa sekt. Það að fá enga áhorfendur á heimaleiki er líka tekjumissir.
Nú eiga Danir ekki lengur séns á að komast upp úr riðlinum og því líklegt að það verði meiri kynslóðaskipti.
En hvað er í gangi á hausnum á Christian Poulsen? Dómurinn var hárréttur, rautt og víti.
Skil líka dómarinn að hafa ekki haft áhuga á að halda áfram.
En að tilkynna 3-0 sigur Svía svona fljótt eftir er svolítið sérstakt. Þarf ekki svona að fara fyrir æðri dómstóla? Nú þekki ég ekki reglurnar nógu vel.
En það verður gaman að mæta í skólann á morgun og ræða þetta. Eða lesa blöðin sem hafa ekki fjallað um annað en þennan leik í viku.
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"niður með Svíþjóð" Hjálpaðu mér að reyna að skilja þennan frasa. Hvað gerðu þeir nú af sér?
Rögnvaldur Hreiðarsson, 2.6.2007 kl. 22:03
Sammála blogghöfundi og held að þessi atburður eigi eftir að skaða danska knattspyrnu í einhvern tíma,
Sá ekki vítið né fyrir hvað hann gaf rautt en fyrst hann dæmir víti og gefur rautt þá hlýtur það að vera rétt.
Þetta erkifífl sem hljóp inná völlinn og ætlaði að rota dómarann fær vafalaust ævilangt bann og 1-2 heimaleikir væntanlega leiknir fyrir luktum dyrum og ÞUNG áminning,en vonandi læra danir af þessu enda danskir áhorfendur þekktir fyrir allt annað á leikjum en svona heimskupör.
Magnús Paul Korntop, 2.6.2007 kl. 22:12
Danir hafa það fyrir sið að fjalla alls ekki um tapleiki, en ég trúi nú ekki öðru en að það verði hægt að lesa um þennan leik í dönsku blöðunum á morgun.
Stefán Jónsson, 2.6.2007 kl. 22:19
Það finnst mér stundum líka en hvað gerðu þeir í kvöld sem gæti flokkast undir skandal.
Rögnvaldur Hreiðarsson, 3.6.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.