Vel borgað hjá Fylki

Nyhedsavisen kemur nú reglulega inn um póstlúguna hjá mér og kann ég alltaf betur og betur við blaðið. Þar er hægt að finna hitt og þetta og fyrir íþróttanörd eins og mig þá er ágæt íþróttasíða í blaðinu.  Í dag er t.d. viðtalvið Peter Gravesen leikmann Fylkis og er athyglisvert að lesa að hann segir að Fylkir borgi betur en Herfølge sem er í dönsku 1. deildinni en hefur verið í Superligaen. Hann segir reyndar að styrkleiki Landsbankadeildarinnar sé svipaður og dönsku 1. deildarinnar.  Hann virðist annars ánægður með dvölina á Íslandi og finnst íslenskt fólk vingjarnlegt. Í lokin er hann svo spurður út í Thomas bróður sinn sem hann kýs að ræða ekki um enda sá kappi í einhverri krísu sem fjölmiðlum gengur erfiðlega að greina. Enda talar Thomas ekki við fjölmiðla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband