5.11.2007 | 08:12
Hver er stefnan Sigmundur
Körfuboltamenn hafa ósjaldan kvartað sáran yfir skorti á umfjöllun um íþróttina í íslenskum fjölmiðlum. Margir hafa haft hátt á heimasíðum og spjallsvæðum eða hver við annan. Undirritaður var einn af þeim sem hafði allt á hornum sér lengi en ákvað svo að taka upp nýja siði. Hætta að skammast og í þess stað að hrósa því sem vel er gert og vinna að því að aðgengi fjölmiðla sé meira að fréttum úr körfubolta. Meðal annars með því að skrifa á karfan.is.
Sjálfum hefur mér þótt umfjöllun verið að aukast undanfarið og ekki mikið hægt að kvarta þó alltaf sé hægt að gera betur.
En síðasta mánudag missti undirritaður málið við lestur á Morgunblaðinu. Á sunnudeginum fóru fram fjórir leiki í Iceland Express deild karla, í Stykkishólmi, á Akureyri, í Grafarvogi og í Njarðvík áttust við Njarðvík og Keflavík. Stórleikur eins og þeir gerast bestir í íslenskum körfubolta. Í Morgunblaðinu mánudaginn 29. október var hálfsíða um alla leikina, slatti um leikinn á Akureyri, aðeins minna um leikinn í Stykkishólmi, 14 línur um stórleikinn í Njarðvík og ekki minnst á leikinn í Grafarvogi. Hvað á svona blaðamennska að þýða? Að Morgunblaðið sem þetta stóra blað sem gefur sig út fyrir að vera vandaður miðill sem er selt í áskrift, ólíkt hinu stóra blaðinu á markaðnum, skuli ekki sjá sér fært að senda mann á stórleik eins og Njarðvík - Keflavík, er óskiljanlegt. Við erum að tala um stórleik í einni af þremur stærstu boltagreinum á landinu. Húsið í Njarðvík var troðfullt og fólk þurfti frá að hverfa en Morgunblaðið sendi ekki mann á svæðið.
Ég ætla að leyfa mér að setja ábyrgðina á stjórn íþróttadeildarinnar. Getur það virkilega verið að stjórnandi deildarinnar hafi ekki sett þær línur að það sé penni á stórleikjum eins og Njarðvík Keflavík er? Hefur hann kannski ekki lagt neinar línur? Mega þeir sem eru á vakt bara skrifa um það sem þeim sýnist? Blaðamenn hafa sín áhugasvið, hjá því verður aldrei komist en jafnframt hlýtur það að vera hlutverk þeirra að meta hvað selur og hvað selur ekki. Að einhver geti komist að þeirri niðurstöðu að stórleikur í einni af þremur stærstu boltagreinunum á Íslandi selji ekki er mér óskiljanlegt. Hér hlýtur að vanta að yfirmaður leggi línur og láti sína undirmenn fylgja þeim. Má kannski líkja þessu við umfjöllunina um íslenska landslið í knattspyrnu, að stjórnandinn leggi ekki línur fyrir leikmennina sem eru hver í sínu horni að gera það sem þeir vilja.
Einnig það að ekki sé stafur í textalýsingu um leik Fjölnis og Tindastóls er einnig merkilegt. Ég segi það fullum fetum að það mun aldrei koma fyrir að Morgunblaðið segi ekki frá leik í Landsbankadeild karla. Geri mér þó grein fyrir að iðkendur og áhangendur í fótbolta eru töluvert fleiri en í nokkurri annarri grein. Að sama skapi sé það ekki gerast að leik í N1 deildinni sé sleppt, hvað þá að skrifaðar séu 14 línur um stórleik. Samkvæmt tölum ÍSÍ eru svipað margir iðkendur í handbolta og körfubolta svo ekki getur Morgunblaðið borið því við. Miðað við þær tölur sem birtast í fjölmiðlum um áhorfendasókn í þessum tveimur greinum virðist áhuginn allavega ekki vera minni á körfubolta, jafnvel meiri. Hvað er það þá sem fær blaðið til að sleppa leikjum í efstu deild og skrifa jafn lítið um stórleiki og raun ber vitni?
Til samanburðar er vefurinn karfan.is að manna flesta leiki í efstu deild karla og kvenna auk þess sem við erum að manna allflesta leiki í 1. deild karla auk nokkurra leikja í 1. deild kvenna. Á þessum vef fær enginn krónu fyrir sína vinnu. Alls eru um 20 manns sem leggja hönd á plóginn án þess að þiggja nokkuð fyrir annað en ánægjuna að koma körfubolta á framfæri.
Undirritaður sendi tölvupóst á Sigmund Ó. Steinarsson íþróttafréttastjóra Morgunblaðsins á mánudaginn og spurði út í þetta. Hvernig skipulagið væri á þessum hlutum og hvernig það mætti vera að ekki væri fjallað um jafn stóra leiki og Njarðvík Keflavík. Sigmundur hefur því miður ekki séð sér fært að svara þeim tölvupósti og skýra þeirra sjónarmið.
Það er spurning hvort það hreyfir við honum ef allir þeir sem þetta lesa senda honum póst og hvetja hann til að svara pósti mínum. Netfangið hans er sos@mbl.is
Rúnar Birgir Gíslason
Fréttastjóri karfan.is
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki hvað þú ert að fara? Finnst þér körfuboltinn skör neðar en fótbolti og handbolti?
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 08:56
@Hleri, þú þarft að útskýra þig betur. Ekki koma með alþjóðlegan samanburð, hann er marklaus. Körfubolti er margfalt stærri íþrótt en handboltinn og, það kemur eflaust mörgum á óvart, en þá er Ísland á svipuðum slóðum alþjóðlega í körfu og fótbolta, þó minna fari fyrir því.
Snorri Örn Arnaldsson, 5.11.2007 kl. 09:05
...og ef ég held mig kannski við efnið, að hvaða leyti er ekki hægt að bera saman t.d. körfubolta og handbolta? Er áhorfendafjöldinn í efstu deild meiri í handbolta en körfubolta? Er ekki tilefni að fjalla um leik þar sem um 800 manns mæta (Njarðvík-Keflavík) og vísa þurfti þó nokkrum fjölda frá? Á þá ekki að fjalla um leiki þar sem 200-300 manns mæta? Ég held að þú, Hleri, þurfir að skýra þig mun betur.
Snorri Örn Arnaldsson, 5.11.2007 kl. 09:17
Hleri, við erum ekki að tala um landslið hér, við erum að tala um efstu deild karla hér heima. Þú færð mig ekki til að samþykkja að það sé himinn og haf á milli áhuga á N1 deildinn og Iceland Express deildinni. Allavega sýnir þetta handbolta fólk það þá ekki í verki með að mæta á leiki.
Í leiknum sem varð upphafið að skrifum mínum, Njarðvík - Keflavík, varð fólk frá að hverfa þar sem það var uppselt.
Ég skal fyrstur manna viðurkenna að áhugi Íslendinga er mikill á handboltalandsliði karla sem er í flestum lokakeppnum. En fólk gerir sér heldur ekki grein fyrir því að handbolti er stundaður af 30 milljónum manna í heiminum á meðan að körfubolti er stundaður af yfir 400 milljónum manna. Segir sig sjálft að það er erfiðara að ná árangri.
Ég ber þetta stundum saman við glímu þar sem Íslendingar eru bestir í heimi, stangarstökk kvenna í kringum 2000 þegar Vala var góð. Þá voru sárafáar stelpur að stunda greinina. Árangur íslenskra frjálsíþróttamanna eftir stríð, margir Evróputitlar en maður þarf að horfa á þá staðreynd að mjög stór hluti evrópskra karlmanna dó í stríðinu.
En eins og Snorri bendir á þá er íslenska landsliðið á svipuðum stað á heimslistanum í körfubolta og fótbolta.
Ég set þó fótboltann langt ofar handbolta og körfubolta þar sem íþróttin er einfaldlega með langflesta iðkendur á Íslandi sem og í heiminum.
Eins og ég sagði þá er mín grein um íslensku deildirnar og iðkendur í handbolta og körfubolta eru svipað margir og ég segi það enn og aftur að áhugi á efstu deild karla í körfubolta er ekki minni en efstu deild karla í handbolta. Allavega sýna áhorfendatölur það ekki.
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 09:20
Ég segi aftur. Mín grein fjallar um deildarkeppnir á Íslandi, ekki landslið.
Áhorfendafjöldi í þessum tveimur deildum er svipaður sem segir mér að áhugi almennings er svipaður. Sem í minni kokkabók segir mér að umfjöllun ætti að vera svipuð. Maður skrifar allavega ekki 14 línur um Njarðvík - Keflavík, það hlýtur þú að vita fyrst þú er alinn upp þar.
Vil svo biðja þig um að vera ekki að nota óviðeigandi orð í commentakerfi mínu.
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 09:40
Bara svo það fari ekki á milli mála, þá ætla ég að endurtaka það sem Rúnar er búinn að nefna nokkrum sinnum (og ég nefndi í fyrri færslu), hér er verið að ræða um efstu deild karla, ekki landslið.
Snorri Örn Arnaldsson, 5.11.2007 kl. 09:48
Útlendingur, erlendi leikmaður félagsins hefði verði betra. Ertu kannski að tala um hermenn á vellinum sem kennarana? Þá myndi ég tala um kana eða Bandaríkjamenn. Þú ættir að hafa orðið var við umræðuna um bókina 10 litlir negradrengir sem er í þjóðfélaginu og gera þér grein fyrir hugmyndum fólks um það orð. Ég persónulega er ekki viðkvæmur en við erum ekki tveir að lesa þetta.
Ég vil nú ekki meina að það sé frekja að biðja um svör við því hvers vegna jafnstór fjölmiðill og Mogginn er fjalli um leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Mér finnst það jafnrétti.
Já jafnrétti segi ég, að deildin fái þá umfjöllun sem hún á skilið miðað við áhuga almennings. Ég set handbolta og körfubolta í sama sæti hér.
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 09:57
Þetta blogg fjallar um íslenskan körfubolta og því mun ég ekki svara fleiri commentum um skoðanir fólks á litarhætti þeirra sem lifa í þessum heimi
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 10:13
Hvaða umræðu Hleri?
Þú bullar tóma steypu um hluti, sem ekki er fjallað um í færslu Rúnars, og klikkir svo út með rasísku bulli um litarhátt manna. Ég get ekki séð að þú hafir neitt til þíns máls þar.
Eins og margoft hefur komið fram hér var ekki verið að tala um landsliðin í þessum íþróttagreinum, heldur um efstu deild og áhugi manna á körfunni hefur verið talsvert meiri en á handbolta, alla vega miðað við aðsókn á leiki.
Mogginn á að skammast sín fyrir þessa vondu frammistöðu. Hún er fyrir neðan allar hellur og vonandi að þeir taki sig kyrfilega á.
Tómas (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:45
Það er óskandi að Sigmundur sjái sér fært um að svara þér Rúnar. Verður fróðlegt að sjá hvað hann hefur til málanna að leggja.
Jón Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:16
Hvað er Körfubolti?
Eru menn ekki hættir að stunda hann
Hvenær kemur gula bókin í bókabúðirnar Rúnar??
Guðmundur Sigmarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:51
Þú getur lesið hér hvað körfubolti er Gummi.
Körfubolti er íþrótt sem er stunduð af ca 7500 manns á Íslandi, þ.e.a.s. í skipulögðu félagsstarfi. Þá eru ekki talið allt Streetballliðið.
Þú getur lallað þér í FSu og spjallað við Brynjar Karl og þá veistu allt um körfubolta.
Næ þessu ekki með gulu bókina. Útskýrðu.
Bið annars að heilsa þér og þínum, langt síðan maður hefur heyrt af þér
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 19:57
Var hún ekki gul bókin með allri tölfræðinni þinni?
Þetta var biblían þín þegar við vorum á Laugum
Það eru bara of margir útlendingar í körfunni á íslandi (ekki kynþáttahatur) það verða engar framfarir hjá íslendingum. Ekki eru íslensku liðin að ná árangri á móti erlendum liðum.
liðin í kringum mig eru t.d. með 3 útlendinga bæði = miklar framfarir eða ekki
kv Gummi
ps vissi að þú mundir svara þessu strax og það er ekkert illa meint í þessu
bið að heilsa öllum í baunalandi
Guðmundur Sigmarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:43
He he, gæti verið að bókin hafi verði gul. Nú er allt komið á tölvutækt form og svona gular bækur sjálfsagt ofan í kassa í Varmahlíð.
Þetta með útlendingana er spurning. Sumir segja að þeir íslensku leikmenn sem hafa metnað til að berjast hafi gott af því að hafa fleiri útlendinga til að kljást við á æfingum. En vissulega er hætt við að útlendingar taki mínútur frá Íslendingum. Þá verða íslensku leikmennirnir bara að berjast fyrir sínum mínútum, leggja meira á sig.
Ég taldi saman í gær að það eru að meðaltali 3 leikmenn búnir að vera í hverju liði í efstu deild karla í körfubolta, 2 í handboltanum og í sumar voru 3,6 í efstu deild karla.
Sumsstaðar úti á landi verða liðin að fá útlendinga til að fylla í hópinn, allir leikmenn sem liðin ala upp halda "suður" í skóla þegar þeir verða ákveðið gamlir.
Þekki þig nógu vel til að ná grínínu í þér, svaraði líka alvarlega til að taka þátt í leiknum ;)
Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 20:57
Nafni er nokkuð komið svar frá SOS ?
Annars minnir mig að hann hafi unnið sér það til frægðar á gamla DV að taka einkaviðtal við framkvæmdastjóra Manchester United sem var þegar "viðtalið var tekið" búinn að liggja undir grænni torfu í nokkur ár.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 5.11.2007 kl. 22:08
Ekkert hljóð bara blóð eins og Bubbi söng.
Ef þessi saga er sönn þá er maðurinn enn ótrúlegri en ég hélt að hann væri
Rúnar Birgir Gíslason, 6.11.2007 kl. 10:24
Mönnum til fróðleiks bendi ég á að íslenska orðið negri samsvarar ekki enska orðinu nigger, heldur orðinu negro. Það breytir þó ekki því að hvorttveggja þykir móðgandi ef notað er um hörundsdökkan mann í vestrænum heimi (jaðarhópar þó undanskildir). Þeir kunningjar mínir sem kalla má þeldökka og eru búsettir í BNA, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi kjósa enska orðið 'black' sem í íslensku máli myndi útleggjast 'svertingi'. Ef menn endilega þurfa að ræða hörundslit, þ.e.a.s.
Skora á þig að birta a.m.k. efnislega svar Sigmundar, Rúnar.
Vigfús (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:44
Hugsa að ég liggi fyrr dauður en að SOS svari mér.
Ég mun gera honum grein fyrir því að krafa almennings sé að hann birti svör sín opinberlega, ef hann svarar mér nokkurn tíman.
En hann er ekki æðsti maður Morgunblaðsins, það er hægt að krefjast svara hærra upp og benda á svona vinnubrögð.
Rúnar Birgir Gíslason, 6.11.2007 kl. 19:49
Hallur manstu hvaða dag þetta var í Fbl og 24 stundum?
Mér finnst óeðlilegt að fjölmiðlar fjalli ekki um atburð sem vitað er að yfir 500 manns skuli fylgjast með og einnig vitað að gríðarlega margir hafa áhuga á að lesa um.
Rúnar Birgir Gíslason, 10.11.2007 kl. 08:38
Það sem ég á við er að íþróttir fái umfjöllun í samhengi við iðkendur og áhorfendur á leikjum. Þar með segi ég að golf á skilið heilmikla umfjöllun. Eins hestaíþróttir, það er gríðarlega stór hópur í kringum þá íþrótt, t.d. Landsmót hestamanna sem er einn sá viðburður sem dregur t.d. flesta útlendinga til Íslands. Ég hef upplifað þrjú síðustu Landsmót hestamanna og það eru engar smásamkomur.
Rúnar Birgir Gíslason, 13.11.2007 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.