24.4.2009 | 07:47
Það væri nú meira augnkonfektið
Nú get ég ekki orða bundist. Menn farnir að tala um að virkja vindinn á Íslandi, reisa vindmyllur. Nú hef ég búið í Danmörku í næstum 6 ár og hef vindmyllur fyrir augunum á hverjum degi og á hverjum degi hef ég þakkað fyrir að íslenskt landslag er ekki upp fyllt af þessum háu turnum með risastórum vængjum.
Vinstri grænir sem hafa kvartað og kveinað yfir að einhver spilda upp á fjöllum var tekin undir vatn og því ekki hægt að njóta hennar í framtíðinni vilja nú dreifa vindmyllum um fjöll og strandir. Hvað gerir það fyrir landslagið okkar og túristana sem koma og skoða landið?
Til fróðleiks þá er turn vindmyllu ca 105 metra hár og vængirnir sveiflast í 90 metra. Það þarf væntanlega að vera eitthvað bil á milli mylla útaf t.d. sogi. Segjum að ein vindmylla taki svæði sem er 150m x 150m. Stærstu vindmyllur í heiminum framleiða 3,6 MW og til samanburðar framleiðir Búrfellsvirkjun 270 MW, það þyrfti því 75 vindmyllur til að framleiða jafnmikla orku og Búrfell framleiðir. Kárahnjúkar framleiða 690 MW, Blanda 150 MW en nánari upplýsingar um stærð virkjana á Íslandi má finna hér.
75 myllur þar sem hver mylla tæki svæði sem er 150m x 150m myndi þekja svæði sem væri 1200m x 1350m sem eru 162 hektarar. Hið alræmda Hálslón við Kárahnjúka verður stærst 57 ferkílómetrar og það sést ekki úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð eins og vindmyllurnar.
Svo er annað, það er vandamál í heiminum að farga svona myllum. Vængirnir eru úr trefjagleri sem er ekki hægt að farga, þeir safnast bara í hauga og tala menn t.d. um að innan skamms verði stærsta fjall Danmerkur haugur af trefjaglersvængjum.
Hér er hægt að sjá hvernig útsýnið er það sem mikið er af myllum
Það væri nú meira helvítis augnakonfektið sem myndi trekkja að túristana.
Vindorka er niðurgreidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er búið að að kanna hvort það væri hagstætt á Íslandi, út koman var að það væri of miklir hvirfilvindar þannig að vindmyllunar skiluðu ekki nægu afli..
Egill Jónasson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.