3.11.2012 | 10:37
Ekki fengu allir
Á mínu heimili eru nokkrir gsm símar, þetta sms kom í síma 10 ára dóttur okkar. Ég hef enn ekki fundið annan sem fékk þetta sms.
Það væri gaman að vita hvernig fundin eru númer í svona grúppu.
Fengu sms frá almannavörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2009 | 07:47
Það væri nú meira augnkonfektið
Nú get ég ekki orða bundist. Menn farnir að tala um að virkja vindinn á Íslandi, reisa vindmyllur. Nú hef ég búið í Danmörku í næstum 6 ár og hef vindmyllur fyrir augunum á hverjum degi og á hverjum degi hef ég þakkað fyrir að íslenskt landslag er ekki upp fyllt af þessum háu turnum með risastórum vængjum.
Vinstri grænir sem hafa kvartað og kveinað yfir að einhver spilda upp á fjöllum var tekin undir vatn og því ekki hægt að njóta hennar í framtíðinni vilja nú dreifa vindmyllum um fjöll og strandir. Hvað gerir það fyrir landslagið okkar og túristana sem koma og skoða landið?
Til fróðleiks þá er turn vindmyllu ca 105 metra hár og vængirnir sveiflast í 90 metra. Það þarf væntanlega að vera eitthvað bil á milli mylla útaf t.d. sogi. Segjum að ein vindmylla taki svæði sem er 150m x 150m. Stærstu vindmyllur í heiminum framleiða 3,6 MW og til samanburðar framleiðir Búrfellsvirkjun 270 MW, það þyrfti því 75 vindmyllur til að framleiða jafnmikla orku og Búrfell framleiðir. Kárahnjúkar framleiða 690 MW, Blanda 150 MW en nánari upplýsingar um stærð virkjana á Íslandi má finna hér.
75 myllur þar sem hver mylla tæki svæði sem er 150m x 150m myndi þekja svæði sem væri 1200m x 1350m sem eru 162 hektarar. Hið alræmda Hálslón við Kárahnjúka verður stærst 57 ferkílómetrar og það sést ekki úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð eins og vindmyllurnar.
Svo er annað, það er vandamál í heiminum að farga svona myllum. Vængirnir eru úr trefjagleri sem er ekki hægt að farga, þeir safnast bara í hauga og tala menn t.d. um að innan skamms verði stærsta fjall Danmerkur haugur af trefjaglersvængjum.
Hér er hægt að sjá hvernig útsýnið er það sem mikið er af myllum
Það væri nú meira helvítis augnakonfektið sem myndi trekkja að túristana.
Vindorka er niðurgreidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 15:25
Segir mest um fólkið sjálft
Hef aldrei skilið almennilega þessar fréttir um fólk sem fellur í svona pytti", segir mest um það sjálft að trúa að enginn skoði það sem það setur á netið.
Ég yrði fúll ef það yrði skrifuð frétt um mig á fréttamiðlum um hversu vitlaus ég væri, vona að sá dagur renni aldrei upp.
Falla í pytti á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 16:52
Hvernig færir maður liði tap?
Ég hef reynt að minnka röflið hérna á blogginu en núna verð ég að tjá mig, tvær fyrirsagnir á visir.is í dag sem eru alveg út í hött. Að lið A hafi fært liði B fyrsta tapið. Hvernig í fjandanum færir maður liði tap, ég gæti samþykkt að færa liði sigur, t.d. með því með stóru klúðri undir lok jafns leiks.
En í þessum tilvikum á það ekki við, í morgun kom fyrirsögn um að Detroit hafi fært Lakers fyrsta tapið og það var hreint ekki í jöfnum leik. Svo kom núna áðan að Haukar hafi fært Stjörnunni fyrsta tapið í handbolta kvenna, heldur ekki í jöfnum leik.
Þeir sem skrifa á visir.is hafa þann leiða ósið að skrifa ekki alltaf undir nafni, ég veit því ekki hver hefur skrifað þetta en ég mæli með að sá maður fari í endurmenntun í íslensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 16:46
Við verðum seint Skandinavar
Ég hef lært það á því að búa hér í Danmörku að við Íslendingar verðum seint Skandinavar, raunar bara Svíar og Norðmenn sem geta kallað sig það enda ligga löndin bæði að Skandinavíu. Íslendingar geta hins vegar verið Norðurlandabúar.
Þetta er svolítið skot í fótinn finnst mér. En ég bý svo sem ekki í Bretlandi, mörgum Dönum finnst Íslendingar hafa farið óskynsamlega með peninga en þeir álíta okkur ekki hryðjuverkamenn og ég hef að mestu fundið samúð vegna ástandsins, allavega ekki andúð.
Íslenskur Skandinavi í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2008 | 18:08
Þetta gerist nú líka á Íslandi
Þetta gerist nú víðar, t.d. spiluðu Island og Danmörk í B deild Evrópukeppni karla í haust í Laugardalshöll. DAnir vildu sýna leikinn beint en það var enginn til að taka leikinn upp á Íslandi. Allir sögðu nei.
En ég er hjartanlega sammála, þetta er leiðinlegt en það er ekki hægt að borga hvað sem er fyrir svona.
Áfram stelpur.
Leikur Írlands og Íslands ekki sýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 14:58
Er þetta lukkudýr KFÍ?
KFÍ menn voru æfir um daginn yfir að lukkudýr þeirra hafi verði skotið á Þverárfjalli. Held að þeir ættu að drífa sig og ná í þessi dýr sín sem þeir virðast vera að missa út úr geymslum sínum.
Kannski er þetta Jói Waage í einum búningnum sínum.
Ingólfur, þú verur að drífa þig að sækja lukkudýrið
Ísbjörn í æðarvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.6.2008 | 14:36
Áfram Rúmenar
Mikið væri gaman ef Rúmenar ynnu, skilja Frakka og Ítali eftir væri mér mikið gleðiefni.
Vona líka að Austurríki vinni Þjóðverja, veit að það er langsótt, en ég vona samt.
Annars gaman hvað eru skoruð mörg mörk í þessu móti, ekki eins og síðast þegar hið hrútleiðinlega lið Grikkja vann.
Vantar samt England og Danmörku, ég er bara þannig gerður.
Hollendingar mega hvíla lykilmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 07:52
Þetta verður svakalegt
Mikið hlakka ég til að fylgjast með þessu einvígi, vona svo sannarlega að Jón Arnór vinni einn titilinn enn. Kallinn búinn að vinna titla á tveimur síðustu stöðum þar sem hann var allt tímabilið svo hann á að þekkja þessa sigurtilfinningu. Auk þess vann hann marga titla í yngri flokkunum með KR.
En það að komast í þessi úrslit og hafa jafn stórt hlutverk og hann hefur er frábært.
Ég er búinn að vera að hita aðeins upp fyrir þessa leiki á www.karfan.is svo fólk getur kíkt þangað og lesið t.d. hvað Friðrik Ingi segir um leikmenn liðanna.
Kasta í okkur smáhlutum og hrækja inn á völlinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 07:58
Sævar Pétursson farðu að kaupa Vallas
Þetta var of auðvelt, Utah vann þó allavega 2 leiki gegn Lakers.
En nú er að bíða eftir að Boston - Detroit klárist í 7. leik, ekki fræðilegur að Boston vinni aftur í Detroit.
En Sævar, þú verður að fara að finna tilboð á Vallas, ég mæti til Íslands 28. júní og get tekið við þessu, verða Hellu fyrstu vikuna, annars í Rvík.
Lakers í úrslit eftir stórleik frá Bryant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar