28.5.2008 | 08:17
Hvar er tilboð á Vallas?
Hvernig væri að þessir gamlingjar í Spurs færu bara á Dalbæ að spá í veðrið með köllunum þar?
Parker er kannski of ungur, hann getur örrlega fengið hlutverk í Desperate Housewives sem garðyrkjumaður hjá Evu.
Þetta er ekki spurning, Kobe er eins og engill, koma Gasol er samt það sem gerði gæfumuninn fyrir liðið og það finnst mér frábært sem aðdáanda um evrópskan körfubolta. Svo er auðvitað skipstjóri þarna sem er hokinn af reynslu, man ekki hvað hann á marga hringi en þeir eru margir.
Sævar, held þú ættir að fara að leita að Vallasi á tilboði.
Lakers með pálmann í höndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 08:02
Afhverju er svona oft vitnað í Ekstrabladet?
Skil ekki afhverju íslenskir fjölmiðlar vitna svona oft í Ekstrabladet, sem er álíka fjölmiðill og DV var þegar þeir voru upp á sitt versta.
Á tv2.dk er frétt um þetta má í Kaupamannahöfn þar sem eru ítarlegri upplýsingar um málið og tv2 mikið trúverðugri fjölmiðill.
En vonandi heilsast Íslendingnum vel.
Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 12:38
Flott að fá að lyfta bikarnum á heimavelli
Flott að Boston sé að taka þetta, þá fær Lakers að lyfta bikarnum á heimavelli, þarf ekki að lyfta honum í Detroit eins og ég óttaðist.
Samt alltof langt þangað til, skil ekki hvað Detroit og Boston eru að draga þetta svona, Lakers klárar Spurs núna á næstu dögum og svo taka þeir langt sumarfrí og verða úthvíldir þegar sigurvegarinn af Austurströndinni lendir í klónum á þeim.
Boston sigraði Detroit á útivelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 16:45
Nú er kátt hjá Kela
Man ekki eftir mörgum Hulláðdáendum sem ég þekki en man þó eftir einum sem ég þekkti. Hrafnkell Gunnarsson vann með mér í Pennanum fyrir allnokkrum árum og var harður Hulláðdáandi.
Því miður lifir hann ekki að sjá lið sitt í efstu deild en efast ekki um að það er kátt á hjalla hjá honum núna.
Blessuð sé minnig hans
Windass skaut Hull upp í úrvalsdeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 13:18
Nú er Óli Helgi svekktur
Get ekki ímyndað mér annað en að Óli Helgi nágranni minn sé svekktur, fær ekki að sjá veisluna í sjónvarpinu.
Hann hlýtur að sitja stjarfur framan við sjónvarpið núna, allavega svarar hann ekki á msn.
Veit líka að hann valdi að horfa á viðtali við Jóakim á TV2 á fimmtudag í stað þess að sjá sveitunga sinn frá Dalvík, Friðrik Ómar, heilla Evrópu.
Brúðarmeyjan mætir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2008 | 12:17
Bara að sleppa að leika í LA
Til hvers er eiginlega verið að leika leikina í LA? Liðin sem koma í heimsókn eiga ekki séns.
Ok kannski tekjur fyrir Lakers, það er svo sem gott málefni.
Svo tapaði Boston á heimavelli gegn Detroit svo það er búið að brjóta þá þar.
Þetta verður auðvelt, hlakka til að klára síðasta próf 12. júní og sjá svo Lakers fagna titlinum um nóttina en fjórði leikur í finals er einmitt þá.
Lakers lagði meistarana með 30 stiga mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2008 | 06:43
Sláandi fyrirsögn
Hann hefur ekki verið alveg vaknaður sá sem skrifaði fyrirsögnina á þessa frétt í morgun.
Verðsti jarðskjálfti..."
Ekki mikið meira um þetta að segja, spurning um að bjóða starfsmönnum mbl.is upp á Villuleit á Púka eins og okkur bloggurum er boðið upp á.
Versti jarðskjálfti í 30 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2008 | 10:18
Flottir forritarar á mbl.is
Undanfarna daga er búin að vera auglýsing hægra megin á mbl.is sem telur niður í fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta. Ég var að horfa á auglýsinguna rétt áðan og sá að það stóð 0 dagar 1 klst 48 mín og einhverjar sekúndur. Ég fór að hugsa er virkilega spilað klukkan 12 á hádegi í dag? Fór á KSÍ og sá að fyrsti leikur er kl 14.
Þá rann upp fyrir mér ljós, forritararnir sem hafa búið til þessa auglýsingu tékka á hvað klukkan er í viðkomandi tölvu/minni tölvu til að telja niður. Ég er á dönskum tíma og því eðlilegt að það seú 0 dagar 1 klst 48 mín og einhverjar sekúndur í að klukkan verði 14 hérna í Danmörku.
Þetta kalla ég óvönduð vinnubrögð
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 08:54
Körfuboltinn hefur leyst þetta
Einu sinni var það þannig að það voru fullt af Bandaríkjamönnum í mörgum landsliðum. Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA hefur leyst þetta með því að setja reglu um að í hverju lansliði má aðeins vera einn leikmaður sem hefur skipt um ríkisfang.
Man að ég heyrði um landslið Möltu sem var eingöngu skipað Bandaríkjamönnum á sínum tíma.
Vill hærri „þröskuld“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 09:08
Hvað veit Friðrik Ingi um körfubolta
Go Lakers, go Lakers, 4-0, sóp, hvað er hægt að kalla þetta meira?
Visir.is fékk einhverja spekinga til að spá í úrslitakeppnina um daginn, Friðrik Ingi spáði 4-3 í Lakers - Denver, en hvað veit hann um körfubolta? Mínir menn fara taplausir í gegnum þetta.
Ánægður með Atlanta líka, menn voru að fárast yfir að Atlanta væri í úrslitakeppninni, ætti ekki séns í Boston og nú er staðan 2-2.
Þetta verður easy í finals gegn Boston.
Lakers og Orlando áfram - Boston tapaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar