24.4.2008 | 13:59
Þessi blessuð "mótmæli"
Mikið er ég kominn með leið á þessum vörbílamótmælum, þetta virðist líka vera orðið eitthvað allt annað en lagt var af stað með í upphafi. Fyrir það fyrsta sýnist mér þessir vörubílstjórar sem eru að tjá sig í fjölmiðlum ekki vaða í vitinu og það sem þeir segja og gera fær mig ekki til að standa með þeim.
Annað er þessi múgæsingur sem myndast eins og t.d. í gær, fullt af einhverjum ungmennum að grýta lögguna með eggjum og fleiru. Ég er alinn upp við að bera virðingu fyrir störfum lögreglunnar þó vissulega megi stundum gagnrýna vinnubrögð hennar. En þessi múgæsingur minnir mig á myndir sem ég hef séð frá Mið Austurlöndum þar sem fólk er t.d. að brenna danska fánann eftir að hinar svo kölluðu Múhameðsteikningar voru birtar. Það sem maður heyrir líka frá þessum heimi er að þetta fólk upp til hópa veit ekkert afhverju það er að mótmæla, veit ekki hvar Danmörk er eða hvaða vörur eru danskar. T.d. lenti Arla mjög illa í þessu síðast en t.d. danskir lyfjaframleiðendur fundu ekki fyrir þessu.
Eins og ég oft sagt áður, íslenska þjóðin er agalaus upp til hópa, ungt fólk í dag hefur aldrei þurft að taka ábyrgð á neinu og ber ekki virðingu fyrir neinu, ef það skemmir þá kaupa pabbi og mamma bara nýtt.
Upp með agann.
23.4.2008 | 06:34
Til hamingju með daginn KS
Fattaði allt í einu að ég á 19 ára fermingarafmæli í dag, það þýðir víst að Kaupfélag Skagfirðinga er 119 ára í dag.
PS. til hamingju með daginn Harpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 06:57
Að bera saman epli og appelsínur
Ég skrifa bara til að röfla. Var að lesa frétt á visir.is um eitthvað fyrirtæki sem ætlar að reisa netþjónabú í Sandgerði og fljúga með harðandisk á milli staða og safna gögnum.
Blaðamaður visir.is er greinilega ekki tölvumaður og hefur ekki unnið heimavinnuna. Hann skrifar:
Nýja tæknin gengur undir nafninu Datascooter" og má líkja við risastóran hreyfanlegan harðan disk, eða flakkara". Hann rúmar allt að eitt petabæt af gögnum, eða milljón gígabæt. Ekki er óalgengt að fast minni venjulegrar heimilistölvu sé 520 kílóbæt til eitt gígabæt að stærð.
Hvað hefur innra minni, það sem hann kallar fast minni, tölvu með stærð á diskum að gera? Óskaplega lítið og ekkert sem hægt er að bera saman.
Þær tölur sem hægt er að bera saman er að heimilistölvur hafa oft harða diska sem eru kannski 50 til 200 gígabæt. Efast um að það finnist tölva með 1 gb harðan disk, hvað þá minna. Vissulega er mikið af gögnum en samanburður blaðamanns er rangur.
Fyrir utan það að 520 kb innra minni í tölvu er ekki algengt, stærðir í minnum hlaupa á tölum eins og 256, 512, 1024 osfrv þó vissulega sé hægt að raða einingunum upp á ýmsa vegu. En 520 kb er skrýtin stærð.
Að lokum fagna ég því að menn séu að reisa netþjónabú heima, kannski verður þetta framtíðarvinnustaður manns.
21.1.2008 | 16:15
Ónákvæmir fjölmiðlamenn
Það er alltaf gaman að röfla um handbolta og fjölmiðlamenn sem vinna ekki vinnuna sína. Í gær var kveikt á lýsingu Adolfs Inga á leik Íslands og Frakklands hér hjá okkur í Danmörku, ekki hægt að horfa á leikinn þó maður sé búinn að borga 69 dkr fyrir að sjá alla leikina á Sputnik hjá TV2.
En allavega, Adolf Ingi er að tala um eftir leikinn við hverja við munum spila í milliriðli og hann fer eitthvað að grúska. Áður en hann hóf sitt grúsk kíkti ég á úrslitin í hinum riðlinum og notaði tvær aðferðir sem eru algengar til að raða jöfnum liðum. Það tók mig ca 1 mín að sjá að við myndum mæta Þjóðverjum á þriðjudag því þeir myndu alltaf lenda nr 3 í sínum riðli. Samt fullyrti Adolf Ingi að við myndum mæta Spánverjum.
Mér er sama þó menn segi að það þurfi oft að flýta sér í beinni útsendingu, en þá fullyrðir maður ekki, maður segir að það sé líklegt t.d.
Nóg af röfli.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2008 | 21:08
Siggi Sveins hefur aldrei spilað á EM
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2007 | 15:48
Vonbrigði
Ég er einn af þeim sem varð fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn, þvílík snilld sem þessi sería er búin að vera. Ég hef ekki verið svona spenntur yfir nokkrum þáttum sem ég man eftir. Svo kom lokaþátturinn og allt í einu var lítið eftir og þá varð morðinginn/arnir bara að gefa sig fram sjálfur/ir.
Lyktar eins og sparnaður DR hafi haft einhver áhrif, það hafi átt að hafa fleiri þætti en svo gekk það ekki vegna niðurskurðar.
En mæli þó með því að fólki fylgist með þessu og passi sig á að komast ekki að því hver morðinginn er. Nú eða morðingjarnir.
Yfir 2 milljónir Dana fylgdust með lokaþætti Forbrydelsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 16:31
Sigmundur svarar ekki
Undirritaður ritaði opið bréf til yfirmanns íþróttadeildar Morgunblaðsins fyrir nokkru, hann hefur engu svarað enn og því skrifaði ég nýtt bréf sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Mánudaginn 29. október sendi undirritaður tölvupóst á Sigmund Ó. Steinarsson yfirmann íþróttadeildar Morgunblaðsins. Ástæðan var skortur á umfjöllun um stórleik Njarðvíkur og Keflavíkur í Iceland Express deild karla sem fram fór daginn áður. Greinilegt var að Morgunblaðið hafði ekki sent mann á leikinn og einungis skrifaðar 14 línur um leikinn í blaðinu. Einnig var ekki minnst orði á leik Fjölnis og Tindastóls sem fram fór í sömu deild þann sama dag.
Tölvupóstinn skrifaði ég eftir að hafa heyrt í mörgum óánægðum körfuknattleiksunnendum sem hefur þótt Morgunblaðið sniðganga körfubolta oft á tíðum. Í tölvupóstinum spurði ég hann hvers vegna ekki hafi verið sendur maður á stórleik sem Njarðvík Keflavík er og einnig hvort það væri stefna blaðsins að sniðganga körfubolta.
Viku seinna hafði mér ekki borist svar og ritaði ég því opið bréf sem birt var á vef okkar, karfan.is. Einnig sendi ég blaðið sem lesendabréf í Morgunblaðið með von um birtingu á næstu dögum. Sömu vinnubrögð viðhafði ég í sumar þegar ég skoraði á Skjáinn að sýna körfubolta í stað enska boltans sem þeir misstu. Bréfið á karfan.is fékk vægast sagt góðar viðtökur og yfir 3000 manns lásu bréfið og í dag eru um 4000 búnir að lesa auk þess sem bréfið birtist á öðrum vefjum í heild sinni. Í bréfinu skoraði ég jafnframt á fólk að senda Sigmundi tölvupóst og hvetja hann til að svara mér.
Daginn eftir fékk ég bréf frá Morgunblaðinu þar sem birtingu var hafnað þar sem það hafði birst opinberlega annarsstaðar, á karfan.is. Gott og vel, þeir hafa sínar reglur en ég fór sömu leið og í júní og þá var bréf mitt birt. Kannski ekki eins áberandi málefni.
Ég ritaði því Karli Blöndal ritstjóra blaðsins bréf og sagði honum að Sigmundur hefði ekki svarað mér, Karl svaraði skömmu síðar og sagði hnippa í Sigmund.
Sunnudag fyrir rúmri viku, 14 dögum eftir að ég sendi upphaflegan tölvupóst hafði mér ekki enn borist svar. Ég skrifaði því Karli og Sigmundi tölvupóst og bað um svar. Það hefur ekki borist enn.
Yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins velur greinilega að þegja málið í hel, það eru hans vinnubrögð. Ég hef því miður ekki meiri tíma og krafta að sinni til að krefja hann svara og læt þessu máli hér með lokið. Vil þó taka það fram að mér hefur þótt blaðið sinna körfubolta vel síðastliðnar tvær vikur.
Með körfuboltakveðju
Rúnar Birgir Gíslason
Fréttastjóri karfan.is
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.11.2007 | 08:12
Hver er stefnan Sigmundur
Körfuboltamenn hafa ósjaldan kvartað sáran yfir skorti á umfjöllun um íþróttina í íslenskum fjölmiðlum. Margir hafa haft hátt á heimasíðum og spjallsvæðum eða hver við annan. Undirritaður var einn af þeim sem hafði allt á hornum sér lengi en ákvað svo að taka upp nýja siði. Hætta að skammast og í þess stað að hrósa því sem vel er gert og vinna að því að aðgengi fjölmiðla sé meira að fréttum úr körfubolta. Meðal annars með því að skrifa á karfan.is.
Sjálfum hefur mér þótt umfjöllun verið að aukast undanfarið og ekki mikið hægt að kvarta þó alltaf sé hægt að gera betur.
En síðasta mánudag missti undirritaður málið við lestur á Morgunblaðinu. Á sunnudeginum fóru fram fjórir leiki í Iceland Express deild karla, í Stykkishólmi, á Akureyri, í Grafarvogi og í Njarðvík áttust við Njarðvík og Keflavík. Stórleikur eins og þeir gerast bestir í íslenskum körfubolta. Í Morgunblaðinu mánudaginn 29. október var hálfsíða um alla leikina, slatti um leikinn á Akureyri, aðeins minna um leikinn í Stykkishólmi, 14 línur um stórleikinn í Njarðvík og ekki minnst á leikinn í Grafarvogi. Hvað á svona blaðamennska að þýða? Að Morgunblaðið sem þetta stóra blað sem gefur sig út fyrir að vera vandaður miðill sem er selt í áskrift, ólíkt hinu stóra blaðinu á markaðnum, skuli ekki sjá sér fært að senda mann á stórleik eins og Njarðvík - Keflavík, er óskiljanlegt. Við erum að tala um stórleik í einni af þremur stærstu boltagreinum á landinu. Húsið í Njarðvík var troðfullt og fólk þurfti frá að hverfa en Morgunblaðið sendi ekki mann á svæðið.
Ég ætla að leyfa mér að setja ábyrgðina á stjórn íþróttadeildarinnar. Getur það virkilega verið að stjórnandi deildarinnar hafi ekki sett þær línur að það sé penni á stórleikjum eins og Njarðvík Keflavík er? Hefur hann kannski ekki lagt neinar línur? Mega þeir sem eru á vakt bara skrifa um það sem þeim sýnist? Blaðamenn hafa sín áhugasvið, hjá því verður aldrei komist en jafnframt hlýtur það að vera hlutverk þeirra að meta hvað selur og hvað selur ekki. Að einhver geti komist að þeirri niðurstöðu að stórleikur í einni af þremur stærstu boltagreinunum á Íslandi selji ekki er mér óskiljanlegt. Hér hlýtur að vanta að yfirmaður leggi línur og láti sína undirmenn fylgja þeim. Má kannski líkja þessu við umfjöllunina um íslenska landslið í knattspyrnu, að stjórnandinn leggi ekki línur fyrir leikmennina sem eru hver í sínu horni að gera það sem þeir vilja.
Einnig það að ekki sé stafur í textalýsingu um leik Fjölnis og Tindastóls er einnig merkilegt. Ég segi það fullum fetum að það mun aldrei koma fyrir að Morgunblaðið segi ekki frá leik í Landsbankadeild karla. Geri mér þó grein fyrir að iðkendur og áhangendur í fótbolta eru töluvert fleiri en í nokkurri annarri grein. Að sama skapi sé það ekki gerast að leik í N1 deildinni sé sleppt, hvað þá að skrifaðar séu 14 línur um stórleik. Samkvæmt tölum ÍSÍ eru svipað margir iðkendur í handbolta og körfubolta svo ekki getur Morgunblaðið borið því við. Miðað við þær tölur sem birtast í fjölmiðlum um áhorfendasókn í þessum tveimur greinum virðist áhuginn allavega ekki vera minni á körfubolta, jafnvel meiri. Hvað er það þá sem fær blaðið til að sleppa leikjum í efstu deild og skrifa jafn lítið um stórleiki og raun ber vitni?
Til samanburðar er vefurinn karfan.is að manna flesta leiki í efstu deild karla og kvenna auk þess sem við erum að manna allflesta leiki í 1. deild karla auk nokkurra leikja í 1. deild kvenna. Á þessum vef fær enginn krónu fyrir sína vinnu. Alls eru um 20 manns sem leggja hönd á plóginn án þess að þiggja nokkuð fyrir annað en ánægjuna að koma körfubolta á framfæri.
Undirritaður sendi tölvupóst á Sigmund Ó. Steinarsson íþróttafréttastjóra Morgunblaðsins á mánudaginn og spurði út í þetta. Hvernig skipulagið væri á þessum hlutum og hvernig það mætti vera að ekki væri fjallað um jafn stóra leiki og Njarðvík Keflavík. Sigmundur hefur því miður ekki séð sér fært að svara þeim tölvupósti og skýra þeirra sjónarmið.
Það er spurning hvort það hreyfir við honum ef allir þeir sem þetta lesa senda honum póst og hvetja hann til að svara pósti mínum. Netfangið hans er sos@mbl.is
Rúnar Birgir Gíslason
Fréttastjóri karfan.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
17.10.2007 | 21:12
Er vont fyrir landslið aðhafa stjörnur
Ég get líka yfirfært þetta yfir á körfuboltann. Jón Arnór Stefánsson er stærsta stjarnan í íslenskum körfubolta. Spilar fyrir margar milljónir á Ítalíu og hefur verið í NBA. Þegar hann spilar með landsliðinu þá virðst hinir leikmennirnir alltaf vera að bíða eftir að hann klári dæmið en því miður er hann bara ekki sú týpa sem getur það. Hans styrkleikar liggja í öðru, t.d. varnarleik. Jón Arnór hefur ekkert leikið með íslenska landsliðinu á þessu ári og liðið tapaði aðeins einum leik.
Kannski er þetta öðruvísi í handboltanum þar sem margir leikmenn eru stjörnur.
Mig minnir að þetta hafi verið svipað með Ásgeir Sigurvinsson, hann nýttist aldrei landsliðinu.
Ég er ekki að gera lítið úr Jóni Arnóri og Eið Smára, þeir eru stórkostlegir leikmenn báðir tveir. En spurningin er hvort hinir leikmenn landsliðana leiki betur án þeirra.
Sorglegt ef þetta er satt.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.9.2007 | 17:59
Aflæst
Mikið þykir mér þetta orð, aflæst, vera ljótt. Ég þurfti að lesa fréttina nokkrum sinnum til að skilja hana.
Aflæst er mjög líklega bein þýðing af orðinu unlocked, ólæstur sem er algeng þýðing af því eða bara opinn.
Ég var lengi að skilja hvort um var að ræða síma sem fólk hafði notað ólöglegan hugbúnað til að opna símana eða þá sem höfðu ekkert af sér gert.
Ég hélt semsagt við fyrsta lestur að þessi hugbúnaðaruppfærsla hafi lokað hjá þeim sem ekkert höfðu af sér gert.
Svona getur þetta verið þegar verið er að þýða beint.
Hugbúnaðaruppfærsla frá Apple gerir aflæsta iPhone síma óvirka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar