15.9.2007 | 16:33
Merkileg girðingarlögn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.9.2007 | 18:33
Óréttlæti í fótboltanum
Ég rak augun í það í dag að leik BÍ/Bolungarvíkur og Tindastóls í 3. deildinni sem fara átti fram í dag var frestað þar sem Tindastólsmenn gátu ekki flogið vegna veðurs. Vestfirðingar vilja þó meina að allt áætlunarflug hafi flogið vestur í dag en það þekki ég af eigin reynslu að Tindastólsmenn stjórna ekki ákvörðunum leiguflugvéla.
En það sem mér liggur helst á hjarta er að einn leikmaður Tindastóls sem hefði spilað í dag verður í banni á morgun þegar leikurinn fer fram. Þessi leikmaður sem heitir Dejan Djuric var dæmdur í bann á þriðjudag vegna gulra spjalda og tekur bannið gildi á morgun á hádegi. Svo sem ekkert óeðlilegt við þá refsingu. Þetta á einnig við um Sigþór Snorrason leikmann BÍ/Bolungarvíkur.
Það sem er óeðlilegt er að það kemur niður á leikmanninum að leiknum er frestað. Hann var löglegur í dag en ekki á morgun. Í þeim íþróttum sem ég hef fylgst með, sérstaklega körfubolta, er það þannig að ef leik er frestað vegna veðurs eða annarra náttúruhamfara þá eru þeir löglegir þegar leikurinn er leikinn, sem voru löglegir þegar leikurinn var upphaflega settur á.
Tökum dæmi. Á þriðjudegi er Helgi Sigurðsson Valsari dæmdur í bann, bannið tekur gildi á föstudag. Valur á leik við FH á fimmtudag, toppslagur í deildinni og mánudaginn á eftir á Valur að spila bikarleik við Snört á Kópaskeri. Helgi verður því í banni í þeim leik. En á fimmtudag ríður jarðskjálfti yfir höfuðborgarsvæði ð og því ekki hægt að leika leik Vals og FH. Hann er settur á á föstudag, obbs, nú er Helgi í banni á móti FH og getur spilað gegn Snerti.
Það er líka gamaldags að aganefnd dæmi á þriðudegi og bann taki gildi á hádegi á föstudegi. KKÍ breytti þessu nú í vor og þar tekur bann gildi á hádegi daginn eftir að er dæmt.
Þetta finnst mér mjög óeðlilegt.Vil taka það fram að þó ég sé Skagfirðingur og beri því einhverjar taugar til Tindastóls þá hefði ég skrifað þennan pistil hvenær sem er um hvaða lið sem er.
Mér finnst þetta óréttlátt.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2007 | 21:12
Til hamingju körfubolti
Til hamingju með þetta strákar og til hamingju körfubolti.
Ekki slæmt að vinna 8 af 9 leikjum ársins. Samt taugastrekkjandi eins og í Lúx, undir í fyrri hálfleik en stinga svo af í seinni. Spurning hvort íslenska liðið er bara í svona góðu formi.
11 leikmenn skora í kvöld.
Það er líka athyglisvert að sjá að lið sem Ísland vann tvisvar í síðustu B keppni, Rúmenar kemst upp úr sínum riðli. Sýnir hversu stutt Ísland er frá því að komast áfram.
Nú fer svo deildin að byrja og þá heldur gleðin áfram.
Vil líka hrósa Mogganum fyrir góða umfjöllun um körfuboltann nú í haust. Efast ekki um að áframhald verður á því í vetur.
Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 20:24
Íslenskt mál
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslensku máli. Stafsetningarvillur geta pirrað mig mikið ásamt málfarsvillum. Ég þykist vera ágætur í stafsetningu og nota bæði sjónminni og þær reglur sem ég hef lært.
Undanfarið hafa tvö orð vafist fyrir mér. Annað þeirra er tré með greini, tréð, eins og mér sýnist eftir rannsóknir að sé rétt. En málið er að ég vil skrifa þetta tréið.
Á wikiorðabókinni er þetta skrifað tréð og ef maður skoðar önnur orð með sömu fallbeygingu þá koma orð eins og hné og kné og væntanlega fellur orðið fé undir þetta.
Tökum sem dæmi orðið far, þar myndi maður aldrei skrifa farð, það væri farið.
Ég verð líklega að játa að ég hef rangt fyrir mér þegar ég skrifa tréið en ég vil fá rökstuðning fyrir því að hafa ekki i þarna. Getur einhver sagt mér hvaða regla gildir hér?
Hitt orðið er ein myndin af orðinu að birtast. Eitthvað hefur birtst mörgum sinnum. Er þetta skrifað svona birtst eða er það birst?
Nú veit ég hreinlega ekki og ég forðast að þurfa að skrifa þetta orð.
Ég fann þetta orð ekki í wikiorðabókinni.
17.8.2007 | 23:10
Stuðmenn eyðilögðu frábæra tónleika
Var að enda við að horfa á afmælistónleika Kaupþings yfir netið, frábærir tónleikar alveg þangað til Stuðmenn mættu á svæðið. Þvílík hörmung, vantaði allan kraft og gleði sem hefði þurft til að enda góða tónleika og skilja fólk eftir ánægt.
Allir hinir voru flottir þó ég fýli ekki endilega svona boybönd eins og Luxor og stelpubönd eins og Nylon.
En SSSól, Todmbobile, Bubbi og Garðar Örn voru öll frábær og Mugison var svakalegur. Nýjasta útsetningin á Murr murr var frábær og Zeppelin hljómurinn í lögum hans flottur.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.8.2007 | 22:55
Bensínverð
Á dögunum var ég á ferðlagi um Norðurland og keyrði svo til Reykjavíkur. Þar sem ég hef búið lengi í Danmörku þá tekur maður eftir bensínverði hvar sem maður kemur. Það vakti athygli mína að N1 hækkaði bensínið rétt fyrir verslunarmannahelgi, eflaust hin félögin líka. 125,30 kr kostaði 95 okt bensín í Varmahlíð.
Ég fór svo til Akureyrar, þar kostaði líterinn 125,0 hjá N1, sama verð var á Sauðárkróki og einnig á öllum N1 bensínstöðvum á leið minni til Reykjavíkur.
Hvað veldur því að líterinn er 30 aurum dýrari í Varmahlíð en á öðrum stöðum?
Mér er þetta óskiljanlegt.
Ég man þegar ég vann við að dæla Essobensíni í Varmahlíð í gamla daga þá var alltaf sama verðið þar og á öðrum Essostöðvum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2007 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2007 | 18:28
Þegar hægri höndin veit ekki hvað vinstri er að gera
Það getur oft verið skondið að lesa þær villur sem sleppa á prent í dagblöðum og öðrum prentuðum miðlum.
Í Mogganum í dag er ein skemmtileg. Á bls 63 er leiðrétting, verið að gefa upp rétt nafn á myndatökumanni á forsíðumynd sem var í blaðinu á föstudaginn.
Á næstu blaðsíðu er svo myndin aftur og hvað haldið þið, rangur myndahöfundur þar.
Bloggar | Breytt 13.8.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2007 | 17:50
Blessaður handboltinn
Ég verð að viðurkenna að reglur og vinnubrögð í handbolta valda oft hneykslun hjá mér, kannski frekar en margt annað. Veit ekki afhverju.
En á dögunum var ákváðu 2 lið sem áttu rétt á að keppa í meistaradeildinn í handbolta að gefa sæti sitt eftir. EHF ákvað að spænska liðið Barcelona og danska liðið Viborg fengju þessi tvö sæti. Nú er það þannig í Danmörku að danska sambandið hefur ákveðnar reglur um hvernig skuli úthluta sætum sem Danmörk á í meistaradeild. Fyrst eru það meistararnir og svo deildarmeistararnir. Nú er það svo að Viborg er hvorugt, þeir töpuðu í úrslitum fyrir GOG en FCK varð deildarmeistari.
Það sem mér finnst furðulegt í þessu er að EHF ákveður hvaða lið koma frá hverju landi, gengur framhjá reglum hvers lands.
Danirnir mótmæltu en það hafði engin áhrif.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2007 | 11:24
Aldeilis umsnúningur
Merkilegur viðsnúningur hjá Carlsberg. Við upphaf árs 2005 voru þeir harðir á að hætta öllum samningum við Liverpool. Svo komst liðið langt í Meistaradeild og vann hana að lokum, þá var gerður lengri samningur.
Nú fóru þeir einnig í úrslit og samningurinn framlengdur enn meir.
En það er samt skondið að hugsa til þess að fyrsta félagið sem var styrkt af Carlsberg var Wimbeldon í bikarúrslitaleiknum 1988 þegar liðið vann Liverpool 1-0.
Nýr samningur milli Carlsberg og Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 12:17
Vel borgað hjá Fylki
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar