Fréttablaðið ekki að vinna heimavinnuna sína

Var að fletta í gegnum Fréttablaðið í dag, aftarlega í blaðinu er n.k. slúðursíða. Í einum pistli dagsins segja þeir að mennirnir á bakvið Eyjan.is hafi ætlað að opna fyrir helgi en ákveðið að bíða með það og vefurinn muni opna á næstu dögum.

Ég veit ekki hvað þessi fréttamaður var að gera um helgina en eyjan.is opnað í gærmorgun og það birtust meðal annars fréttir á mbl.is og visir.is

Þetta kalla ég slæleg vinnubrögð


„Vatni hleypt á brúnna"

Þessi fyrirsögn er á skagafjordur.com.

Veit ekki hvort ég er svona fáfróður um íslenskt mál en ég hef alltaf skilið það þannig þegar einhverju er hleypt á brýr, sbr umferðinni var hleypt á brúnna.

Mér finnst að vatni hljóti að vera hleypt undir brúnna.

Er að velta þessu fyrir mér, er ekki viss.


Minni Akrir

Bara svo það sé rétt, bærinn heitir Minni Akrir, fólkið sem býr þar býr á Minni Ökrum.

En svona aksturslag er bilun, þetta fólk á ekki að hafa ökuskírteini. Hvað er að gerast í hausnum á svona fólki?

En eins og ég skil þessa frétt þá voru þeir sem lentu í óhappinu í samfloti við aðra bíla og það var sú bílalest sem tók svo fram úr sjúkrabílnum. Ekki það að það bæti framkomuna neitt.


mbl.is Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Skagfirðingar eiga lið í efstu deild?

Í Feyki sem kom út í gær var grein eftir mig, birti hana hér.

Það hefur vakið athygli mína undanfarið hversu mikil þögn ríkir í kringum körfuknattleiksdeild Tindastóls. Undirritaður er einn af þeim sem skrifar fréttir á vefinn karfan.is og hefur verið í miklu samstarfi við félögin um fréttir og einnig hina almennu iðkendur sem gauka slúðrinu að okkur. Mikið líf hefur verið eftir að tímabilinu lauk og ýmislegt hefur maður fengið að heyra um hin og þessi lið en aldrei heyrir maður neitt um Tindastól.

 

Ég hef eins og áður var nefnt verið í samskiptum við flest öll félög í landinu, sent fyrirspurnir um hitt og þetta á hina og þessa stjórnar- og áhrifamenn innan hvers félags til að fá hitt og þetta staðfest. Einnig til þess að fá fréttir af starfinu. Oft hef ég sett mig í samband við þá sem ég tel hafa svörin í Tindastól en lítið hefur verið um svör.

 Einnig hef ég fylgst með heimasíðu félagsins og þar er ekkert að gerast. Á spjallsvæðinu hafa menn reynt að leggja fyrirspurnir en engin svör koma og það er líka merkilegt að það skapast engin umræða.

Þetta er þvert á það sem ég skynja á landsvísu, körfuboltinn hefur notið mikils meðbyrs í vetur og sjaldan verið jafn mikil og jákvæð umfjöllun um hann og í vetur.

 

Ég spyr mig því, er enginn áhugi fyrir körfubolta í Skagafirði? Ég tel Tindastól vera félag Skagafjarðar, allavega út á við. Hefur fólk ekki áhuga og metnað í að Skagafjörður eigi félag í efstu deild í að minnsta kosti einni hópíþrótt og fá athygli á landsvísu? Eina vonin eins og staðan er nú er í körfuboltanum. En til að svona starf gangi þurfa margar hendur að leggja sitt af mörkum, svona  fyrirtæki er ekki rekið af örfáum manneskjum í sjálfboðavinnu eins og þetta er gert í dag og ber að hrósa þeim sem lagt hafa mikið á sig undanfarin ár og fleytt félaginu hátt. Þetta fólk hefur lagt mikið á sig en eins og ég segi, það gengur ekki til lengdar að öll vinna sé á fáum hendum, þá fá menn ógeð. Það þurfa allir að hjálpast að, ekki bara að mæta á leiki og hrópa áfram Tindastóll þegar liðið er öruggt með sigur. Fólk þarf að taka þátt, spyrja: „hvað get ég gert fyrir félagið?”,

 

Mín tilfinning nú er sú að næsta vetur verði meistaraflokkur karla í basli í Iceland Express deildinni vegna manneklu og falli að öllum líkindum. Erfitt verður að fá leikmenn því allir „feitu” bitarnir eru búnir að ganga frá sínum málum enda er farið að síga á seinni hluta leikmannabrasksins þetta vorið. Það er í lok apríl og maí sem hlutirnir gerast.

 

Það er sorglegt ef það fer svo að körfuboltinn deyr í Skagafirði. Í vetur voru nokkrir öflugir yngri flokkar og er það jákvæð þróun eftir smá lægð undanfarin ár. Ef þessir leikmenn eiga að eiga möguleika á að leika í meistaraflokki í efstu deild þá þarf að halda starfinu gangandi og þá meina ég að það þurfa allir að hjálpast að. Hér á árum áður átti Tindastól lið í A riðli í hverjum flokk stráka og stelpna, liðin unnu Íslandsmeistaratitla og bikarmeistaratitla. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að byggja frá grunni, það þarf að laða krakkana að körfuboltanum og láta þetta vera skemmtilegt, í upphafi má ekki einblína á sigurinn, það á að vera gaman og í orðinu gaman felst ýmislegt á þessum árum. Leikurinn sjálfur og sigur eru ekki aðalatriðið, það er gaman að hittast saman undir merkjum körfunnar og gera stundum eitthvað annað en að spila og æfa körfubolta. Ef börnum þykir skemmtilegt í körfubolta þá frétta vinirnir það og hópurinn stækkar sem verður til þess að starfið eflist og liðin verða sterkari. En hér verða foreldrarnir að vera virkir og taka þátt, fleiri hendur vinna létt verk. Og framtíðin liggur í ungviðinu, eftir því sem fleiri leikmenn koma úr yngri flokka starfinu þeim mun betri verður árangur meistaraflokks og þeim mun meiri verður jákvæða athyglin sem Skagafjörður fær.

 

Það ber þó að hrósa öllum þeim sem lagt hafa á sig mikla vinnu við starf körfuknattleiksdeildar Tindastóls undanfarin ár. Þessi hópur er bara ekki nógu stór og skiljanlega hefur þetta fólk ekki endalausan kraft, en það er hægt að virkja þeirra kraft aftur og betur með því að fá fleiri í starfið. Eftir því sem fleiri fást til að starfa þeim mun minna verður hlutverk hvers og eins.

 

Skagfirðingar þurfa að spyrja sig að þeirri spurningu hvort þeir vilji eiga lið í efstu deild í hópíþrótt. Ef svarið er já þá verða þeir að spyrja hvað þeir geti gert til að svo verði. Slíkt er ekki unnið af litlum hóp.

 

körfuboltakveðja

Rúnar Birgir Gíslason 

 


Mun markið skipta máli?

Danir hafa talað um þetta mark sem skondið mark, en líka á öðrum nótum.

Þeir óttast að kannski verði þetta markið sem skilur þá eftir heima. Þeir trúa því að þeir geti orðið í það minnsta jafnir Svíum og þá muni markatala skipta máli og kannski verða Svíar með einu marki meira en Danir í plús.

Það sjá þetta greinilega allir með sínum augum.


mbl.is Fimmta mark Svía gegn Íslendingum vinsælt á YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver borgar?

Þetta er skrýtið mál.

Heyrði talað við einhvern forkólf slysavarnarmála sem sagði að þetta væri vant fólk sem myndi láta vita af sér, hefðu allan búnað til þess.

Hvað klikkaði hérna? Hver sagði að þau væru týnd?

Og hver borgar þessa leit?


mbl.is Kajakræðarar fundnir heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til Skjásins

Ég birti þetta á karfan.is og læt það flakka hér líka

Fyrir skömmu mátti lesa viðtal við Snorra Má Skúlason um að nú væri útsendingum Skjásporti væri nú lokið með því að enski boltinn færi yfir á Sýn. Það vakti þó athygli mína að hann nefndi að vel

gæti verið að Skjársport myndi sýna eitthvað annað þegar færi að hausta.

 

Hér sér körfuboltamaðurinn færi, væri ekki gráupplagt fyrir þá á Skjánum að athuga með Euroleague eða bandaríska háskólakörfuboltann? Efast ekki  um að það væri markaður fyrir það

og nóg af fólki til að starfa við.

 

Stöðin gæti einnig verið í samstarfi við íslensk félög og áhugamenn og birt ýmislegt af því sem er að birtast á netinu í dag og körfuboltamenn hafa búið til sjálfir, samanber frábær myndbönd Pálmars Ragnarssonar úr Fjölni, myndbönd Þorsteins Húnfjörðs og einnig KR inga svo einhver séu nefnd. Einnig eru sum félög að senda leiki sína beint út á netinu og vel væri hægt að hugsa sér samtarf

þar. Þá hafa Víkurfréttamenn verið að búa til sjónvarpsþætti og mætti skoða með að sýna þá á  þessari stöð.

 

En það eru líka fleiri deildir sem hægt var að athuga með, t.d. þá ítölsku þar sem Jón Arnór Stefánsson leikur og einnig spænsku deildina, í þessum tveimur deildum er boðið upp á frábæran körfubolta sem Íslendingar hefðu gaman af að horfa á og ég efast ekki um að Skjárinn gæti haft tekjur af.

 

Það er allavega ekki vitlaus hugmynd fyrir stöðina að skoða þessa möguleika, þetta er stöð með reynslu af að endurvarpa efni utan úr heimi og því ekki flókið fyrir þá að halda áfram. Innan sinna banda eiga þeir líka menn eins og Snorra Sturluson sem hefur mikinn áhuga á körfubolta og gæti lýst leikjum.

 

Rúnar Birgir Gíslason - runar@karfan.is


Ekki nákvæm rannsókn

Hér klikkar blaðamaðurinn. Ég er búinn að mæla á korti að leikurinn getur vel farið fram innan Danmerkur út frá því að hann þarf að vera amk 250 km frá Kaupmannahöfn. T.d. Esbjerg er meira en 250 km frá Köben.

En það er spurning hvort völlurinn er löglegur fyrir svona leiki, reyndar hefur Esbjerg leikið í Evrópukeppnum þarna.

Annar fara þeir örugglega til Hamburg, maður þarf allavega að hafa þetta á hreinu fyrir leikinn við snillingana í íslenska landsliðinu.


mbl.is Svíþjóð dæmdur 3:0 sigur gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil dómarann vel

Ég hef heyrt raddir þar sem fólk er ósátt við að dómarinn hafi ekki klárað leikinn, sjálfur hef ég svo sem velt því fyrir mér.

Eftir því sem ég hugsa meira þá finnst mér þetta það eina sem hann gat gert. Það var ljóst að öryggi hans og leikmanna var ekki tryggt. Það hlupu þrír áhorfendur inn á völlinn. Hvað ef einhver þeirra var með eitthvað oddhvasst í vasanum?

Eins það sem dómarinn segir, það verður að sýna fordæmi. Svona á ekki heima á íþróttaviðburðum og því rétt að hætta leiknum. Þá sér fólk að það eyðileggur fyrir tug þúsunum manna og allir hata þann sem eyðileggur viðburðinn.

En það er líka ljóst að Danir þurfa að taka til í sínum öryggismálum, svo virðist vera sem gæslumenn hafi bara verið að horfa á leikinn og það gengur engan veginn.


mbl.is „Varð að flauta leikinn af"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neitar öllu

Jæja nú var snillingurinn látinn laus í morgun, sá bjáni sem eyðilagði leikinn í gær.

Hann segist ekkert muna og neitar öllu, segist semsagt saklaus.

Verður erfitt fyrir hann að neita því aðrar eins sannanir eru ekki til.

Svo er hann kominn á forsíðu Ekstrabladet og út um allt, það vita allir hver hann er og eins og einhversstaðar stóð, að hann hafi eignast 5 milljónir óvina í gær. Held að lífið verði erfitt fyrir hann næstu dagana, hann þarf að fara í felur. Og ef hann lendir í fangelsi þá held ég að hann verði að fara í einangrun ef hann á að lifa það af.


mbl.is Úrslitin í leik Dana og Svía ekki staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband