Hver borgar?

Þetta er skrýtið mál.

Heyrði talað við einhvern forkólf slysavarnarmála sem sagði að þetta væri vant fólk sem myndi láta vita af sér, hefðu allan búnað til þess.

Hvað klikkaði hérna? Hver sagði að þau væru týnd?

Og hver borgar þessa leit?


mbl.is Kajakræðarar fundnir heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Við borgum fyrir leitina með flugeldunum okkar og sköttunum okkar.  Útlendingar týnast á Íslandi og Íslendingar týnast í útlöndum.  Þannig er það bara.  Ef við viljum fá tekjurnar af erlendum ferðamönnum þá þurfum við einnig að taka á okkur gjöldin þegar einn ferðamaður af hverjum ca. fimmtíu þúsund týnist.  Við græðum þá á tugum þúsunda ferðamanna og töpum á einum og einum.

Hitt er miklu hættulegra að láta fólk greiða fyrir leitina.  Þá fer það að hafna aðstoð jafnvel þótt það þurfi á henni að halda þangað til allt er komið í óefni.  Það kerfi er í gangi t.d. varðandi skip.  Útgerðir og tryggingarfélög skipanna greiða björgunargjöld upp á margar milljónir sé skipi þeirra bjargað úr sjávarháska.  Þess vegna neita forsvarsmenn útgerða og skipstjórar stundum björgun þangað til allt er komið í óefni.  Dæmi um það er t.d. þegar Vikartindur fórst í fjörunni við Þykkvabæ á sínum tíma.  Þar var varðskip og björgunarlið komið á staðinn en skipstjórinn neitaði aðstoðinni þangað til allt var um seinan sem olli auðvitað margföldu tjóni, svo ekki sé minnst á skipverjann á varðskipinu sem tók út í öllum látunum og lést.

Ef við þurfum að velja á milli núverandi kerfis og björgunarlaunakerfisins þá er enginn spurning hvort kerfið við veljum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.6.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er vel hægt að gera kröfu um tryggingar hjá aðilum sem ætla í svaðilfarir hér uppi á Fróni og gera þeim grein fyrir hættum og viðbrögðum þegar það breytir út af áætlun. Þetta er gert annarstaðar og þykir bara alveg sjálfsagt.

Brynjar Hólm Bjarnason, 11.6.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Þú og ég Rúnar Þú og ég

en um áramót erum við svo glöð að okkur er alveg sama.  En að öðru, hetjan þú með flottri mynd er kominn á síður Feykis.  

Guðný Jóhannesdóttir, 13.6.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ætla reyndar að neita að ég borgi, er fátækur námsmaður sem á ekkert og borga enga skatta.

En það verður spennandi að sjá hvort skrif mín í Feyki vekja einhver viðbrögð eða hvort fólk er almennt búið að missa áhugann á þessu málefni.

Rúnar Birgir Gíslason, 13.6.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 36614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband