Ótrúleg uppákoma

Þvílík uppákoma, að svona gerist í Norður Evrópu. Þetta atvik mun kosta Dani mikið bæði íþróttalega og peningalega. Liðið fær eflaust langt heimaleikjabann auk þess að þurfa að borga háa sekt. Það að fá enga áhorfendur á heimaleiki er líka tekjumissir.

Nú eiga Danir ekki lengur séns á að komast upp úr riðlinum og því líklegt að það verði meiri kynslóðaskipti.

En hvað er í gangi á hausnum á Christian Poulsen? Dómurinn var hárréttur, rautt og víti.

Skil líka dómarinn að hafa ekki haft áhuga á að halda áfram.

En að tilkynna 3-0 sigur Svía svona fljótt eftir er svolítið sérstakt. Þarf ekki svona að fara fyrir æðri dómstóla? Nú þekki ég ekki reglurnar nógu vel.

En það verður gaman að mæta í skólann á morgun og ræða þetta. Eða lesa blöðin sem hafa ekki fjallað um annað en þennan leik í viku.


mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisborgararéttur

Odd Nerdrum er auðvitað ekki venjulegt fólk.

En í frétt af þessum blaðamannafundi á ruv.is vakti það athygli mína að þar stóð að Odd flutti til Íslands fyrir 5 árum og fékk íslenskan ríkisborgararétt. Hér má finna lögin þar sem þetta var samþykkt, 20. desember 2003. Hvað var hann þá búinn að búa hérna lengi? Ca ár ef ég man rétt.

Fór bara að hugsa um þetta í ljósi umræðu um stelpuna sem fékk ríkisborgararétt á dögunum og allt varð vitlaust út af.

Hvaða hag hefur Ísland af því að Odd Nerdrum sé íslenskur ríkisborgari? Ekki var hann landlaus.


mbl.is Nerdrum lét ekki sjá sig á blaðamannafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baksamningar ríkisstjórnarinnar

Mannlif.is greindi frá því í gær að það væru allskonar baksamningar í gangi í nýju ríkisstjórninni.

Meðal þess sem samið hefur verið um milli ríkisstjórnarflokkanna er að Samfylking fær forseta Alþingis um mitt kjörtímabil. Við þá breytingu fer af stað mikill kapall. Reiknað er með, án þess að það sé staðfest, að Jóhanna Sigurðardóttir velferðarráðherra fá embætti þingforseta en Katrín Júlíusdóttir verði ráðherra hennar í stað en gróflega var gengið framhjá Katrínu með skipan Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í embætti umhverfisráðherra. Þá er reiknað með að Sturla Böðvarsson víki af þingi og verði hugsanlega vegamálastjóri. Áður en að þessu kemur mun Björn Bjarnason hætta ráðherradómi og frændi hans, Bjarni Benediktsson taka við. Það gæti orðið innan árs og er einn fjölmargra baksamninga sem gerðir hafa við myndum Þingvallastjórnarinnar ..."

svona er færslan. Þetta skýrir það, ef satt er, afhverju maður hefur ekkert heyrt t.d. Bjarna Ben kvarta, hann hefði alveg mátt fá ráðherrasæti út á stórsigurinn flokksins í SV kjördæmi.

Eins hefur Kata Júl ekkert kvartað, samt var manneskja nr 3 í því kjördæmi látin hafa ráðherrastól. Það er bara Gunnar Svavarsson sem hefur kvartað.

Svo grét Sturla Böðvarsson næstum því, kannski ekki mest yfir að missa ráðherrastólinn, heldur því að hann er á leið út af þingi. Og hver kemur inn fyrir hann? Mágkona Geirs H. Haarde, Herdís Þórðardóttir. Ef mig minnir rétt átt nú Bergþór Ólafsson aðstoðarmaður Sturla að vera í því sæti en honum var ýtt til hliðar til að hleypa að konu sögðu þeir. Mig minnir að Bergþór hafi haft aðrar skoðanir, flokksforystan vildi fá Borgar Einarsson fósturson Geirs H. Haarde í sætið en Bergþór sigraði hann í prófkjörinu.

En hvað verður um Björn Bjarnason? Verður hann ritstjóri Moggans? Eða er það embættið sem var frestað að veita á dögunum sem hann fer í? Man ekki hvaða embætti það var, eitthvað á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Pólitík er mikið tafl greinilega, en það skal þó tekið fram hér að þetta eru allt sögusagnir, en gaman að velta þeim fyrir sér.


Hvað sagði ég?

Mánudagur til mæðu og þriðjudagur til þrautar, man reyndar ekki hvað á við um miðvikudag en það var ljóst að þeir myndu ekki tilkynna ríkisstjórn á mánudegi eða þriðjudegi.

En það hefur verið gaman að fylgjast með vangaveltum fólks um hverjir verða ráðherrar. Verður spennandi að skoða getraunarseðlana hjá fólki á morgun. Kannski Getraunir hefðu átt að búa til getraunaseðil fyrir þetta, þeir hefðu mokgrætt.


mbl.is Áformað að Geir gangi á fund forseta Íslands í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagur til mæðu, þriðjudagur til þrautar

Ég held að allt sé frágengið og verði tilkynnt á miðvikudag. Ríkisstjórn hefur ekki samtarf á mánudegi til mæðu eða þriðjudegi til þrautar. Það vita það allir bændur að sláttur hefst á laugardegi til lukku, það er frekar sleginn einn hringur á laugardegi en að byrja aðra daga.

En það verður spennandi að sjá ráðherraliðið.


mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn góður

Gaman að fylgjast með mbl.is nú þessa helgina, NM í Solna í gangi og greinilegt að körfuboltaáhugamaður var á vakt stundum. Suma dagana koma fréttir nokkrum mínútum eftir að leik lýkur úti en suma dagana kom ekkert.

En vil nú óska U16 ára strákunum til hamingju með titilinn. Fimmti titill Íslands frá árinu 2003, aðrar þjóðir sem hafa unnið titla eru Finnar og Svíar. Þetta er einnig þriðji titilinn hans Benna á NM, ekki slæmt það.

Held að ef U18 ára strákarnir hefðu náð að vinna Svíana í gær þá hefðu þeir líka tekið gullið.


mbl.is Strákarnir Norðurlandameistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allt er betra en íhaldið"

Mundi eftir orðum Guðmundar Steingrímssonar 1. varaþingmanns Samfylkingarinnar sem hann lét falla að kvöldi kosningadags á Stöð 2, áðan. Var að lesa ýmsa vef og þ.á.m. blogg Guðmundar þar sem hann vill R listastjórn, eins segir slúðurvefur Mannlífs að nokkrir Samfylkingarmenn vilji R lista stjórn frekar en að ganga til liðs við Sjálfstæðismenn.

En allavega, Stöð 2 fór í heimsókn til Steingríms Hermannsonar að kvöldi kosningadags til að ræða við þá feðga sem voru á lista fyrir sitthvorn flokkinn. Þar sagði Guðmundur að hann lifði eftir orðum afa hans sem pabbi hans hafi notað líka, "allt er betra en íhaldið".

Nú virðist Guðmunudur vera að lena í sæng íhaldsmanna.


Spá um ráðherra

Ég á nú ekki von á öðru en af þessari stjórn verði og ætla því í gamni að henda minni spá um hverjir verða ráðherrar og í hvaða ráðuneytum.

Forsætisráðherra verður Geir Haarde.

Utanríkisráðherra verður Ingibjörg Sólrún, þetta byggi ég eingöngu á þeirri venju að formaður "hins" flokksins sitji í þessu sæti. Sé ekkert ráðuneyti sem upplagt fyrir hana enda ekki mikill aðdáandi hennar.

Fjármálaráðherra Guðlaugur Þór

Iðnaðar og viðskiptaráðherra Þorgerður Katrín

Dóms og kirkjumálaráðherra Björgvin G. Sigurðsson

Sjárvarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson

Menntamálaráðherra Katrín Júlíusdóttir

Landbúnaðarráðherra Árni Matthisen dýralæknir

Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir

Umhverfisráðherra Össur Skarphéðinsson

Heilbrigðisráðherra Bjarni Benediktsson

Samgönguráðherra Kristján Möller

Forseti Alþingis Sturla Böðvarsson

Svo sem ekki mikil speki á bakvið þetta, en bara mín spá


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féllu á eigin bragði

Til hamingju WestHam.

Maður heyrði þær sögur að Wigan og SheffUtd væru búin að ákveða úrslit í leik þeirra, Wigan átti að vinna og fell þar með WestHam. Þeir gleymdu bara að gera ráð fyrir að WestHam gæti náð í stig á OldTrafford og þar með féll SheffUtd.

Annars er minnir mig aðeins eitt lið sem vann ManUtd tvisvar í vetur og það heitir WestHam, ekki slæmur árangur það.

En þessi Tevez virðist göldróttur, WestHam verður að halda í hann.

Mínir menn í Liverpool gerðu ekki meira en þurfti, héldu sínu þriðja sæti.


mbl.is West Ham bjargaði sér en Sheffield Utd. féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr sms í Austur Evrópu

Jæja þá er enn einu vonbrigðakvöldinu í Eurovision lokið. Þessi keppni er búin að vera grín undanfarin ár og ekki var það betra núna.

Dönsku þulirnir áttu komment kvöldsins, þeir töldu að sms væru örugglega mikið ódýrari í Austur Evrópu.


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband