Færsluflokkur: Íþróttir

Ótrúleg uppákoma

Þvílík uppákoma, að svona gerist í Norður Evrópu. Þetta atvik mun kosta Dani mikið bæði íþróttalega og peningalega. Liðið fær eflaust langt heimaleikjabann auk þess að þurfa að borga háa sekt. Það að fá enga áhorfendur á heimaleiki er líka tekjumissir.

Nú eiga Danir ekki lengur séns á að komast upp úr riðlinum og því líklegt að það verði meiri kynslóðaskipti.

En hvað er í gangi á hausnum á Christian Poulsen? Dómurinn var hárréttur, rautt og víti.

Skil líka dómarinn að hafa ekki haft áhuga á að halda áfram.

En að tilkynna 3-0 sigur Svía svona fljótt eftir er svolítið sérstakt. Þarf ekki svona að fara fyrir æðri dómstóla? Nú þekki ég ekki reglurnar nógu vel.

En það verður gaman að mæta í skólann á morgun og ræða þetta. Eða lesa blöðin sem hafa ekki fjallað um annað en þennan leik í viku.


mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn góður

Gaman að fylgjast með mbl.is nú þessa helgina, NM í Solna í gangi og greinilegt að körfuboltaáhugamaður var á vakt stundum. Suma dagana koma fréttir nokkrum mínútum eftir að leik lýkur úti en suma dagana kom ekkert.

En vil nú óska U16 ára strákunum til hamingju með titilinn. Fimmti titill Íslands frá árinu 2003, aðrar þjóðir sem hafa unnið titla eru Finnar og Svíar. Þetta er einnig þriðji titilinn hans Benna á NM, ekki slæmt það.

Held að ef U18 ára strákarnir hefðu náð að vinna Svíana í gær þá hefðu þeir líka tekið gullið.


mbl.is Strákarnir Norðurlandameistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið fréttamat

Ég skil oft ekki fréttamat Moggamanna. Hvað kemur það Íslendingum við að það er lýst vantrausti á formann danska handboltasambandsins?

Hefur einhvern tíman verið fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum að danska körfuknattleikssambandið stóð mjög illa fjárhagslega fyrir ekki svo löngu og þar þurftu hausar að fjúka. Einn stakk af og hvarf.

Getur vel verið að svona sögur séu til í öðrum löndum og öðrum greinum.

Skil bara ekki afhverju þetta er frétt á Íslandi.


mbl.is Formanni danska handknattleikssambandsins settir úrslitakostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill fjöldi oddaleikja

Var að velta fyrir mér í ljósi úrslita leikjanna þriggja í gær, Grindavík, KR og Stjarnan tryggðu sér oddaleik. Hversu mörg einvígi þetta vorið hafa ekki farið í oddaleik.

Snæfell-Keflavík í IE deild karla fór 2-0

Njarðvík - Hamar/Selfoss í IE deild karla fór 2-0

Keflavík - Grindavík í IE deild kvenna fór 3-1

Valur - FSu í 1. deild karla fór 2-0.

8 liða úrslita og undanúrslit í IE deild karla, undanúrslit í IE deild kvenna og úrslitakeppni 1. deildar karla geta að hámarki orðið 41 leikur, þeir verða 37. Það er frábær nýting.


mbl.is Grindavík vann Njarðvík og fær oddaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonir

Mikið væri nú gaman ef ManUtd tapar í dag, það myndi hjálpa mikið til eftir grát síðustu helgar. Eitt það ósanngjarnasta sem ég hef séð þegar O'Shea stal sigrinum á Anfield.

Vikan var svo sem ágæt þegar Liverpool sló út Barcelona en það væri fullkomið ef ManUtd tapaði í dag, er nefnilega að fara að hitta 3 ManUtd menn í kvöld.


mbl.is Southgate: Óttumst ekki Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aron góður

Magnað hvað Aron er að standa sig með þetta lið. Reyndar fínir leikmenn.

Sá viðtal við Aron í hálfleik í leiknum við franska liðið um helgina og kappinn talar fína dönsku, það finnst Dönunum nú ekki slæmt.

Hefði verið gaman að sjá hann hjá GOG og Snorri og Ásgeir Örn að spila þar.


mbl.is Aron og lærisveinar drógust gegn spænsku liði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Körfubolti er kontaktsport

Ég hef fundið skynsamasta handboltamann í heimi, hann heitir Einar Örn Jónsson.

Hvers vegna finnst mér hann skynsamur? Hann er eini handboltamaðurinn sem ég hef heyrt/séð segja að körfubolti sé kontakt sport. Maður fær alltaf að heyra frá handboltamönnum að körfubolti sé kellingaíþrótt, dæmd villa ef menn anda hver á annan.

Þessir menn hafa greinilega aldrei séð evrópskan körfubolta þar sem baráttan inn í teignum er svipuð og baráttan á línunni í handbolta.

Einar Örn hefur greinilega séð evrópskan handbolta og áttað sig á þessu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband