Kaupfélag Skagfirðinga á afmæli í dag

Það rifjaðist upp fyrir mér áðan að þennan dag á þessum tíma fyrir 18 árum var ég hundsvekktur yfir að komast ekki á ball með Geirmundi. Þetta var á fermingardaginn minn sem jafnframt var 100 ára afmælisdagur Kaupfélags Skagfirðinga og manninum með titilinn Fjármál, bændaviðskipti munaði ekki um að slá upp balli fyrir alla unglinga í Skagafirði 14 ára og eldri í tilefni dagsins.

Ég get svo sem ekkert kvartað, hef farið á mörg Geirmundarböllin eftir þetta og á dögunum fékk ég sendan best of diskinn hans og nú fá afkomendur mínir að læra að hlusta á Geirmund.

Ég fór líka að hugsa um það um daginn hvort einhvern tíman hafi verið skrásett hverjir hafa spilað með kappanum. T.d. hafði ég ekki hugmynd um að Steini Hannesar hafi spilað með honum á upphafsárunum, vissi reyndar ekki að Steini kynni á hljóðfæri, vissi bara að hann var lipur með trilluna þegar hann kom með vörurnar fram í Varmahlíð á litla KS bílnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Og Stebbi tónn!

Sveinn Arnar Sæmundsson, 24.4.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Karl Jónsson

Hann klikkar ekki Skagfirðingurinn þó hann sé búsettur í Danmörku!! man eftir því sem skiptir máli

Karl Jónsson, 26.4.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 36844

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband