Skrýtið fréttamat

Ég skil oft ekki fréttamat Moggamanna. Hvað kemur það Íslendingum við að það er lýst vantrausti á formann danska handboltasambandsins?

Hefur einhvern tíman verið fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum að danska körfuknattleikssambandið stóð mjög illa fjárhagslega fyrir ekki svo löngu og þar þurftu hausar að fjúka. Einn stakk af og hvarf.

Getur vel verið að svona sögur séu til í öðrum löndum og öðrum greinum.

Skil bara ekki afhverju þetta er frétt á Íslandi.


mbl.is Formanni danska handknattleikssambandsins settir úrslitakostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Það er sama sagan þarna á Morgunblaðinu og á RÚV. Lífgunartilraunir á þessum blessaða handbolta trekk í trekk - þó að almenningur sé löngu búinn að láta í ljós áhugaleysi sitt.

Náttúrulega alveg glórulaust að eyða tíma í að skrifa þessa klausu á meðan meðalumfjöllun um úrslitakeppnina í NBA körfunni er svona 15 orð.

Svo það sem verra er - þá fékk karfan hér heima miklu minni umfjöllun á þessum miðlum en hún hefði átt að gera.  Miðað við bæði skemmtanagildi og áhuga.

Íþróttir á blog.is, 7.5.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég endurtek það sem ég skrifaði á bloggið hans Kalla Jóns

En RÚV hefur staðið sig ágætlega, sýndu úrslitaleiki Powerradebikarsins, úrslitaleiki Lýsingarbikarsins, 2 leiki í IE deild karla og einn leik í úrslitakeppni IE deildar kvenna.

Sýn gerði vel í úrslitakeppni IE deildar karla.

Mogginn gerir vel í kringum suma stóratburði, sérstaklega þegar SETH er á vakt.

Fréttablaðið gerir vel þegar ÓÓJ er á vakt.

Eru til fleiri fjölmiðlar sem vert er að nefna, jú Víkurfréttir gera vel og karfan.is ;)

En það er hægt að nöldra í öllum þessum fjölmiðlum líka.

Og talandi um NBA, held að enginn fjölmiðill á Íslandi sé jafn duglegur að lesa úrslit úr NBA og RÚV útvarp. Bjarni Fel er byrjaður snemma á morgnana. Hann klikkar ekki

Rúnar Birgir Gíslason, 7.5.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband