Spá um ráðherra

Ég á nú ekki von á öðru en af þessari stjórn verði og ætla því í gamni að henda minni spá um hverjir verða ráðherrar og í hvaða ráðuneytum.

Forsætisráðherra verður Geir Haarde.

Utanríkisráðherra verður Ingibjörg Sólrún, þetta byggi ég eingöngu á þeirri venju að formaður "hins" flokksins sitji í þessu sæti. Sé ekkert ráðuneyti sem upplagt fyrir hana enda ekki mikill aðdáandi hennar.

Fjármálaráðherra Guðlaugur Þór

Iðnaðar og viðskiptaráðherra Þorgerður Katrín

Dóms og kirkjumálaráðherra Björgvin G. Sigurðsson

Sjárvarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson

Menntamálaráðherra Katrín Júlíusdóttir

Landbúnaðarráðherra Árni Matthisen dýralæknir

Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir

Umhverfisráðherra Össur Skarphéðinsson

Heilbrigðisráðherra Bjarni Benediktsson

Samgönguráðherra Kristján Möller

Forseti Alþingis Sturla Böðvarsson

Svo sem ekki mikil speki á bakvið þetta, en bara mín spá


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mikilvægt að Sjálfstæðismenn leiði stjórnina og haldi fjármálaráðuneytinu.

Sæmileg spá hjá þér. Annars virðist Ingibjörg að mestu vera sátt við hvernig stjórnin spilaði út varnarmálin, hún myndi ekki taka neina U beygju sem utanríkisráðherra.

Geiri (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 19:06

2 identicon

Fín spá.  Held að Geir, Ingibjörg og Össur lendi í þessum ráðuneytunum sem þú spáir en ef að Kristján Möller verður samgöngumálaráðherra þá lætur hann gera tvenn, ef ekki þrenn göng til Siglufjarðar.  Mér finnst líklegra að Sturla verði áfram samgöngumálaráðherra, enda fékk hann flest atkvæði í sínu kjördæmi.  Ég á líka svolítið erfitt með að sjá Guðlaug Þór fyrir mér sem fjármálaráðherra, einhverra hluta vegna þá er hann aðallega rjúpnaskytta og veiðmaður í mínum huga.  Hann hefur verið hvað duglegastur við að huga að rétti skotveiðimanna á Íslandi, og það er allt gott og blessað.  En þetta verður spennandi.

Óli Helgi (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Henry: Þetta er góður punktur. Setti bara mann með meiri reynslu þarna.

Dagný: Sumir segja að valið standi milli Ágústs Ólafar og Björgvins, mér líst betur á Björgvin en sumir segja að Ágúst verði ráðherra þar sem hann er Sollu maður á meðan Björgvin er Össurar maður.

Óli: Sá sem ég setti fyrstan á sinn stað var Möllerinn, hann er eini sem gæti bjargað landsbyggðinni frá því að keyra á möl held ég. Skiptir engu máli með göng til Fjallabyggðar, hún leggst í eyði um leið og Héðinsfjarðargöngin verða opnuð. Hvað varðar Guðlaug Þór þá var það bara þannig að ég varð að setja hann einhversstaðar og þetta var það skásta sem eftir var handa honum. Kannski hann geti fundið meiri peninga í körfuboltann enda áhugamaður um þá fögru íþrótt.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.5.2007 kl. 19:27

4 identicon

Ég vona innilega að Ágúst Ólafur verði Félagsmálaráðherra og Jóhanna Sig fjármálaráðherra. Held þau verði flott þar og muni stjórna farsællega.

Ása Gréta (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 19:59

5 Smámynd: Guðm. Stefán Maríasson

Skemmtileg pæling Gunni, en engu að síður ekki alveg í samræmi við status í flokkunum.  Geri ráð fyrir að varaformaðurinn Ágúst fái stól og ekki ætla að Össur lendi í umhverfismálunum.  Geri frekar ráð fyrir aðeins öðruvísi sæti fyrir hann og get vel séð hann fyrir mér í landbúnaðarráðuneytinu, enda eru fiskeldismál og veiði undir því ráðuneyti.

Hvað varðar forseta alþingis, þá held ég að nánast allir séu sammála um það en held ekki að Kristján Þór hlaupi ekki beint í ráðherrastól. (Er enginn stóll fyrir Johnsen ?)

kv GSM

Guðm. Stefán Maríasson, 17.5.2007 kl. 20:00

6 identicon

Sæll Rúni

ég er viss um að Ágúst verði frekar en Björgvin

eins held ég að ráðuneytin verði fækkuð í 10 (fimm á flokk)

fyrir D

Geir - Þorgerður - Guðlaugur - Kristján Þór og Árni Matt

fyrir S

Solla - Össur - Ágúst - Guðbjartur  og Jóhanna

Friðrik Þór (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 20:55

7 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Já, þú segir nokkuð, þú ferð örugglega nokkuð nærri um þennan ráðherralista nema ég gæti trúað að Þorgerður Katrín settist í fjármálaráðuneytið og spurning hvort að sunnlenski hestamaðurinn Björgvin sé ekki of vinstri sinnaður til að fitta inn í ríkisstjórnina. Ég er eiginlega mest spennt að sjá hvort að Ísland verði tekið af lista hinna staðföstu þjóða "án tafar" eins og Össur og ISG voru ítrekað búin að lýsa yfir í kosningabaráttunni.

Sigríður Gunnarsdóttir, 19.5.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband