Að bera saman epli og appelsínur

Ég skrifa bara til að röfla. Var að lesa frétt á visir.is um eitthvað fyrirtæki sem ætlar að reisa netþjónabú í Sandgerði og fljúga með harðandisk á milli staða og safna gögnum.

Blaðamaður visir.is er greinilega ekki tölvumaður og hefur ekki unnið heimavinnuna. Hann skrifar:
Nýja tæknin gengur undir nafninu „Datascooter" og má líkja við risastóran hreyfanlegan harðan disk, eða „flakkara". Hann rúmar allt að eitt petabæt af gögnum, eða milljón gígabæt. Ekki er óalgengt að fast minni venjulegrar heimilistölvu sé 520 kílóbæt til eitt gígabæt að stærð.”

Hvað hefur innra minni, það sem hann kallar fast minni, tölvu með stærð á diskum að gera? Óskaplega lítið og ekkert sem hægt er að bera saman.

Þær tölur sem hægt er að bera saman er að heimilistölvur hafa oft harða diska sem eru kannski 50 til 200 gígabæt. Efast um að það finnist tölva með 1 gb harðan disk, hvað þá minna. Vissulega er mikið af gögnum en samanburður blaðamanns er rangur.

Fyrir utan það að 520 kb innra minni í tölvu er ekki algengt, stærðir í minnum hlaupa á tölum eins og 256, 512, 1024 osfrv þó vissulega sé hægt að raða einingunum upp á ýmsa vegu. En 520 kb er skrýtin stærð.

Að lokum fagna ég því að menn séu að reisa netþjónabú heima, kannski verður þetta framtíðarvinnustaður manns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband