29.4.2008 | 09:08
Hvað veit Friðrik Ingi um körfubolta
Go Lakers, go Lakers, 4-0, sóp, hvað er hægt að kalla þetta meira?
Visir.is fékk einhverja spekinga til að spá í úrslitakeppnina um daginn, Friðrik Ingi spáði 4-3 í Lakers - Denver, en hvað veit hann um körfubolta? Mínir menn fara taplausir í gegnum þetta.
Ánægður með Atlanta líka, menn voru að fárast yfir að Atlanta væri í úrslitakeppninni, ætti ekki séns í Boston og nú er staðan 2-2.
Þetta verður easy í finals gegn Boston.
Lakers og Orlando áfram - Boston tapaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað kemur til að þú ert allt í einu farinn að röfla um NBA? Vaknar ekki til lífsins nema Lakers séu að gera einhverjar rósir... Þér er svo sem vorkunn þar sem þitt lið í enska boltanum (Liverpool eða Arsenal eða hvað það nú heitir) er á rassgatinu eins og venjulega.
Gunnar Freyr Steinsson, 29.4.2008 kl. 09:17
Hvað veist þú um enska boltann????? Lakers á rassgatinu, þeir taka Meistaradeildin í Moskvu í maí, hverjum er ekki sama um smádeildir eins og þá ensku.
Rúnar Birgir Gíslason, 29.4.2008 kl. 09:18
"Lakers á rassgatinu, þeir taka Meistaradeildin í Moskvu í maí" Eins og ég segi, þú ættir bara að halda þig við íslenska körfuboltann ;-)
Gunnar Freyr Steinsson, 29.4.2008 kl. 09:25
Já já, þetta átti að vera Liverpool. Þessi tvö félög hafa verið mér hugleikin í 25 ár og byrja bæði á L, slær stundum saman
Rúnar Birgir Gíslason, 29.4.2008 kl. 09:27
Menn bara að missa sig þó liðið þeirra vinni fjóra leiki í röð!! Smá hökt í mínum mönnum í Boston en þeir hrista það af sér og klára seríuna 4-2.
Mikið rosalega væri nú gaman að fá gömlu stórveldin í úrslit!!
Karl Jónsson, 29.4.2008 kl. 09:34
Núna vakna ansi margir Lakers aðdáendur upp af værum blundi og líta svo á að 4-0 sigur á Denver sé ávísun á finals sæti. Þeir þurfa nú fyrst að fara í gegnum Spurs og það er nú ekki gefið, því miður. Mér er illa við Spurs en reynslan í mannskapnum þar er ógnvænleg. Boston hafa vissulega valdið vonbrigðum en margir af nýju leikmönnunum þeirra eru reynslulitlir í playoffs, t.d. Kevin Garnett. Playoffs er bara allt önnur keppni heldur en regular season. Svo vil ég bara segja það að Portland er lið framtíðarinnar og það er mun meira spennandi að fylgjast með litlu liði í uppbyggingu heldur en ofurstóru liði sem sankar að sér stórstjörnum....þá er ég að tala um NBA að sjálfsögðu....ekki enska boltann ;)
Óli Helgi (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:49
Stefán Þór Borgþórsson er líka einn af þessum refum sem skriðið hefur úr greni sínu eftir að Boston vaknaði. Fullt af svona köllum sem allt í einu eiga aftur orðið lið í NBA deildinni. Ég vissi ekki að Stebbi væri Boston aðdáandi fyrr en á miðri leiktíð í vetur. Þegar gengur vel þá byrja menn að þenja sig. Alveg lygilegt! Sjálfur er ég mikill Charlotte Bobcats maður og verð það út fyrir gröf og dauða, sama hvað á dynur, ég gæti hinsvegar þurft að bíða lengur en þið sem haldið með best auglýstu liðum deildarinnar af því að þið nennið ekki að spá alvarlega í þessu sjálfir. Er t.d. alveg viss um að Rúnar er ekki með það á reiðum höndum í hvaða sæti Lakers lentu í NBA deildinni 1994.
Jón Björn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:42
1993-94 komust Lakers ekki í playoffs í fyrsta skipti síðan 1975-76, voru með hlutfallið 33-49 eftir að hafa tapað 10 síðustu leikjunum. Næst versta tímabil Lakers frá því þeir fluttu til Los Angeles. Vlade Divac var stigahæstur þennan vetur.
Ég hef verið Lakers fan í rúm 20 ár, síðan ég valdi gula liðið frekar en það græna með ljóta hvíta kallinn, þá horfði maður á þetta á RÚV.
Komdu nú með sögur Charlotte Bobcats Jón Björn.
Rúnar Birgir Gíslason, 29.4.2008 kl. 13:54
Sögur!
Hvar á ég að byrja? Vissulega var erfitt að velja á milli Hornets og Bobcats eftir að liðin fóru í sína hvora áttina en ég valdi loks liðið sem varð eftir í Charlotte. Það var Larry Johnson sem heillaði... samsama mig við svoleiðis kappa enda er ég úr Njarðvík og kann fátt annað en láta hnefana tala. Sjipp og hoj : ) Sögur af Charlotte Bobcats þarf ég væntanleg að geyma fyrir barnabörnin en þær koma, vittu til.
Jón Björn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:04
Já, einmitt að ég sé að skríða úr greninu.
Ég tel mig hafa lagt mikið á mig í stuðningi við mitt græna lið(Ekki flóttamennina úr Njarðvík). Á mínum uppvaxtarárum var ég lagður einelti fyrir einbeittan vilja að styðja mína menn. Var kallaður Boston Benni í langan tíma þó að ég heiti Stefán. Rímaði víst betur en Boston Stebbi.
Húfan, úlpan, peysan, bolurinn, sokkarnir, handklæðið og nærbuxurnar voru ávallt á réttum stað.
Þannig að ég vísa öllum þessu tali um greni og dýratal til föðurhúsanna.
Stefán Þór Borgþórsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:22
Ekki furða að þú varst lagður í einelti. Ég hefði ekki látið þig í friði á þínum uppvaxtarárum ef ég hefði rekist á þig í Kringlunni með Boston húfu, peysu, bol, sokka, handklæði um hálsinn og í Boston nærbuxum. Ég hefði lagt mig í líma við að leggja þig í einelti! Þetta er bara fáránleg múndering, þú hefur daglega verið eins og írskur búálfur í þessu dressi. Varstu alltaf að týnast á leikjanámskeiðinu í Hafnarfirði þar sem þú hefur örugglega fallið saman við grasblettinn þar sem þið voruð að hlaupa í skarðið?
Jón Björn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:29
,,Hvað veit Friðrik Ingi um körfubolta?" - ekki neitt . En af öllu gamni slepptu þá vakna hinir ýmsu rista af og til þeir sofna svo aftur líka.... hafá lítið úthald.
Páll Jóhannesson, 30.4.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.