Hvað er til ráða

Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki læra, heyra þessir krakkar aldrei fréttir? Eða eru þau bara orðin svona súr af tölvuleikjum og videóglápi, halda að ekkert komi fyrir þau.

Það þarf allavega einhverjar nýjar aðferðir, hverjar þær eru veit ég ekki en mun leggja höfuðið í bleyti.


mbl.is Tekinn tvisvar fyrir ofsaakstur á 10 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með tryggingar

Ætli ruslatunnur flokkist ekki undir heimilstryggingu?

Þetta er athyglisvert mál.

Ég heyrði líka skondna sögu í tengslum við þessar óeirðir. Lögreglan gaf föngunum McDonalds að borða en meiri hluti þeirra eru svarnir McDonaldsandstæðingar og/eða grænmetisætur.


mbl.is Íbúar á Norðurbrú verða sjálfir að greiða fyrir nýjar ruslatunnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós

Hrós til Moggans fyrir að segja frá þessu, ekki oft sem yngri flokkar í íþróttum komast í fréttirnar á jákvæðan hátt.
mbl.is Úrslit í bikarkeppnum yngri flokka ráðast um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aron góður

Magnað hvað Aron er að standa sig með þetta lið. Reyndar fínir leikmenn.

Sá viðtal við Aron í hálfleik í leiknum við franska liðið um helgina og kappinn talar fína dönsku, það finnst Dönunum nú ekki slæmt.

Hefði verið gaman að sjá hann hjá GOG og Snorri og Ásgeir Örn að spila þar.


mbl.is Aron og lærisveinar drógust gegn spænsku liði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Körfubolti er kontaktsport

Ég hef fundið skynsamasta handboltamann í heimi, hann heitir Einar Örn Jónsson.

Hvers vegna finnst mér hann skynsamur? Hann er eini handboltamaðurinn sem ég hef heyrt/séð segja að körfubolti sé kontakt sport. Maður fær alltaf að heyra frá handboltamönnum að körfubolti sé kellingaíþrótt, dæmd villa ef menn anda hver á annan.

Þessir menn hafa greinilega aldrei séð evrópskan körfubolta þar sem baráttan inn í teignum er svipuð og baráttan á línunni í handbolta.

Einar Örn hefur greinilega séð evrópskan handbolta og áttað sig á þessu.


Greyið WestHam menn

Það ætlar ekki af blessuðu félaginu að ganga, ég verð að segja að ég vonaði sem Íslendingur að þeir myndu ná að halda sér uppi. Fór fyrir ca mánuði og sá þá á Upton Park á móti Liverpool (það er videó af þeirri ferð hér á blogginu) og verð að segja að WestHam spilar ekki skemmtilegasta bolta sem maður sér, eiginlega með eindæmum lélegir. Svo virðast þeir líka með eindæmum óheppnir.

Ætli maður fari ekki á heimaleik með Reading á næsta tímabili.


mbl.is West Ham enn í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr og betri Feykir

Ég fæ blaðið Feyki sent hingað til mín stundum, hef alltaf haft gaman af að fylgjast með hvað er að gerast í Skagafirðinum. Undanfarin ár hefur mér þó þótt lítið markvert í blaðinu en nú um áramótin tók við nýr ritstjóri og þvílík breyting. Nú stoppar maður á hverri opnu til að lesa eitthvað. Til hamingju Feykismenn. ps prófarkarlesarinn virðist stundum út á þekju en það hlýtur að lagast.

Hetja

Þessi maður er hetja í augum Dana, hef ekki trú á að hann fái þungan dóm.

Finnst annars þetta magnað hjá kallinum, hræðir kannski einhverja sauði frá því að ræna verslanir.


mbl.is Viðskotaillum úrsmið sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensínverð

Samkeppni á bensínmarkaðnum er töluvert öðruvísi hér í Danmörku en á Íslandi. Hér kostar bensínið sjaldnast það sama tvo daga í röð og oft breytist verðið nokkrum sinnum á dag og nú er ég bara að tala um á einni einstakri bensínstöð. Næsta bensín stöð breytir jafn mikið og tölurnar eru aldrei eins.

Það er þó ákveðin regla í þessu öllu og oftast fær maður ódýrasta bensínið á mánudagsmorgnum fyrir klukkan 10. Ég þurfti út í búð í morgun og sá að líterinn af 95 okt var á 8,37 svo ég dreif mig í að fylla bílinn vitandi að ég yrði líklega í búðinni fram yfir 10. Á leið heim sá ég að líterinn var kominn í 9,85. Við erum að tala um að líterinn fór úr 101,50 ísl kr í 119,69 á gengi dagsins, líterinn hækkaði um rúmar 18 kr og ég tók einhverja 35 lítra og sparaði mér því 630 ísl kr.

Það er dágott


Gott mál

Magnað hjá stráknum. Bologna er í öðru sæti deildarinnar og á gengur mjög vel í FIBAEuroCup.

Svo finnst mér aldrei leiðinlegt þegar JAS vinnur Christian Drejer.

Líka gott mál að Mogginn sé snöggur með fréttina, greinilega góðir menn á vakt um helgina.


mbl.is Jón Arnór skoraði 7 stig í sigurleik Lottomatica Róma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband