10.3.2007 | 15:33
Mannlíf - Time
Þar sem ég bý erlendis sé ég ekki Mannlíf í hillum verslana, fer annað slagið á mannlif.is og sé þar forsíðuna. Mér dauðbrá þegar ég leit þar núna, eru Mannlífsmenn búnir að "stela" lookinu af Time?
Rauði ramminn er eins, ein stór mynd og nafn blaðanna sýnist mér vera í báðum til vikum Time new romance. Allavega mjög líkar leturgerðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 15:24
Breyttur Íraki
Oftast talar maður bara íslensku og hugsar lítið um þau orð sem maður notar nema akkúrat eins og þau koma fyrir. En stundum fer maður að spá í hvernig orðin verða til, afvhverju þau eru svona en ekki öðruvísi.
T.d. óbreyttur Íraks eins og stendur í fyrirsögn þessarar fréttar. Óbreyttur er sett saman úr forskeytinu ó og lýsingarorðinu breyttur. En hvernig er þá breyttur Íraki? Er það maður sem hefur snúist á sveif með Bandaríkjamönnum og þeirra fylgifiskum? Var Saddam Hussein þá óbreyttur Íraki og drápu breyttir Írakar óbreyttan Íraka?
Já íslenskt mál getur oft verði forvitnilegt.
Bandarískir hermenn sakaðir um að hafa myrt óvopnaða óbreytta Íraka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2007 | 14:22
Vonir
Mikið væri nú gaman ef ManUtd tapar í dag, það myndi hjálpa mikið til eftir grát síðustu helgar. Eitt það ósanngjarnasta sem ég hef séð þegar O'Shea stal sigrinum á Anfield.
Vikan var svo sem ágæt þegar Liverpool sló út Barcelona en það væri fullkomið ef ManUtd tapaði í dag, er nefnilega að fara að hitta 3 ManUtd menn í kvöld.
Southgate: Óttumst ekki Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2007 | 12:41
Hvar endar þetta?
Hvar í ósköpunum endar þetta?
Þessu þarf að fara að linna, reyndar virðist sá meðbyr sem lögreglan hafði í málinu frá almennum borgurum vera að snúast. Í gær var í fréttum verið að ræða við fólk sem hafði orðið vitni af einhverri handtöku sem þeim fannst full harkaleg og svo var mönnunum víst sleppt stuttu síðar.
Ef almenningur snýst gegn lögreglu þá er hætta á að óeirðirnar blossi upp aftur.
Hvert fer þetta þá?
Danska lögreglan handtók 37 á lóð Ungdomshuset | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 21:51
Umfjöllun um körfubolta
Til hamingju Fjölnismenn.
En hvernig má það vera að enn eru ekki komnar lokatölur úr öðrum leikjum í kvöld á mbl.is? Það er að verða klukkutími frá því síðasta leik lauk og ekkert komið hér á mbl.is. Þetta er síðasta umferðin og allir spenntir að sjá hvernig raðast og ekki oft sem svo mikil spenna er eins og var í kvöld. Ef fólk hefur áhuga á að sjá hvernig leikirnir fóru og hverjir eigast við í undanúrslitum þá er þetta allt á karfan.is
Mér finnst þetta orðið svolítið merkilegt hvað mbl.is sinnir körfuboltanum illa. Hvað ætli stjórni því?
Fjölnir hélt sér uppi - Þór úr Þorlákshöfn féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 19:48
Nyhedsavisen á baráttudegi kvenna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 23:02
Stórkostlegt
Sem Liverpool aðdáanda til margra ára þá leiðist mér aldrei þegar gengur illa hjá Arsenal. Tapið 1989 gleymist aldrei.
Er ekki líka ágætt að það séu lið frá sem flestum löndum í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 3 frá Englandi, 2 frá Ítalíu, 1 frá Spáni, 1 frá Hollandi og 1 frá Þýskalandi.
Annars finnst mér það dapurt að ekki er enn komin frétt á mbl.is að Jón Arnór Stefánsson var að leika í Meistaradeildinni í körfubolta í kvöld og skoraði 6 stig. Það er frétt um málið á karfan.is en þar er einnig hægt að lesa um gengi íslenskra leikmanna í Finnlandi og á Spáni í kvöld. Einnig var leikur í Iceland Express deild kvenna þar sem Hamar vann mjög óvæntan sigur á Keflavík.
En mbl.is velur að skrifa einungis um Meistaradeildina í fótbolta þar sem enginn Íslendingur er þátttakandi í kvöld. Ég sé ekkert um leikinn á öðrum íslenskum vefréttamiðlum.
PSV sló Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 17:50
Aukinn útburður
Það gæti verið að þessi aukni lestur tengist því að blaðið er nú borið út víðar. Það er t.d. tæpur mánuður síðan þeir fóru að bera blaðið til mín, fram að því var ómögulegt fyrir mig að nálgast það nema á netinu.
Þetta er annars ágætt blað þó ég hafi sjaldnast tíma til að lesa það á morgnana, en það er alveg lesanlegt seinni partinn. Allskonar efni sem er tímalaust. Ég sakna þó ítarlegri íþróttafrétta.
Lesendum Nyhedsavisen og 24timer fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 09:01
Þeir byrja of seint
Ég held að hluti af skýringunni sé að Danir byrja of seint að eignast börn og því meiri líkur að hlutirnir gangi ekki upp, þ.e. erfiðara að búa til barnið eftir því sem foreldrarnir eru eldri.
Mín upplifun af Dönum er að þeir lifa eftir ákveðnum formúlum, klára háskólanám og kynnast þar maka sínum sem þeir byrja helst ekki að búa með fyrr en eftir að námi er lokið og þá fyrst er keypt íbúð og svo bíll og þá er farið að huga að börnum. Þannig að fólk er ofast komið á fertugsaldurinn þegar það byrjar.
Stundum sér maður mann og konu með barn út í búð og maður er ekki viss um hvort það er afinn og amman eða pabbinn og mamman.
Dönum sagt að eignast fleiri börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 22:11
Dásamlegt
Hefði ekki getað farið betur fyrst þessi lið þurftu að mætast núna. Frábært hjá Eiði að skora og frábært að Liverpool fari áfram.
Verður spennandi að sjá hvaða lið Liverpool slær út í næstu umferð.
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar