19.4.2007 | 20:42
Blowing bubbles
Var að horfa á Garðar Thor Cortes syngja á Upton Park og varð hugsað til ferðar okkar félaganna á þann ágæta leikvang í lok janúar. Verð að segja að ég hafði meira gaman af því að hlusta á stuðningsmenn WestHam syngja Blowing bubbles en að heyra Garðar syngja það, fannst það ekki passa einhvern veginn.
Þið sem hafið ekki séð myndbandið úr ferðinni getið kíkt hér og fengið að upplifa WestHam fans syngja lagið góða.
Svo var eitt sem ég var að hugsa um, afhverju eru tveir stafir fyrir sama hljóðið í íslensku? I og Y, í dönsku hafa þessir stafir sitthvort hljóðið og eins í ensku, ég er svo sem ekki fróður í öðrum tungumálum. En ég fór að velta þessu fyrir mér, þetta samræmist svo sem ekki mínum skoðunum um íslenskt mál en mér finnst fátt eins ljótt og orð skrifuð með i í stað y og öfugt. Afhverju var t.d. z felld úr íslensku? Það hlýtur að hafa verið eitthvað svipað, tvö tákn fyrir sama hljóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 08:08
Endurtekið efni
Meistardeildin 2005
Undanúrslit
Liverpool vann Chelsea 1-0 samanlagt
Úrslit
Liverpool vann AC Milan í vítaspyrnukeppni.
Meistardeildin 2007
Undanúrslit
Liverpool vann Chelsea 1-0 samanlagt
Úrslit
Liverpool vann AC Milan í vítaspyrnukeppni.
Ég tek mér frasa ágæst bloggara í munn og segi, Þegar stórt er spurt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2007 | 13:50
Smáborgarahusgsunarháttur
Ragnar Bjarnason frændi minn kommentar á þessa frétt á öðrum nótum en allir aðrir. Spyr hverskonar fréttamennska þetta sé. Afhverju er málið ekki skoðað nánar? Hvað er gert við þessa lista? Hvaða spurningar eru þarna fleiri?
Ég er sammála honum, mér finnst athyglisvert hversu margir kommenta á þessa frétt með upphrópunum. Mér finnst það svolítill smáborgarahugsunarháttur. Íslendingar verða að átta sig á því að til að vera með í alþjóðasamfélaginu þarf að fylgja þeim reglum sem settar eru og það er nú bara þannig að til að fá hina ýmsu þjónustu þarf að skrifa undir margt sem manni finnst fáránlegt en svona er bara heimurinn orðinn og ef Íslendingar ætla að vera með þá þurfa þeir að beygja sig undir þetta.
Mér fannst alveg fáránlegt eftir að ég flutti hingað til Danmerkur að þegar ég millifærði peninga milli reikninga eða greiddi reikninga í netbankanum þá voru peningarnir aldrei komnir á hinn reikninginn fyrr en næsta virka dag, eins með reikningana, þeir borgast yfir nótt.
Það er ekkert sjálfsagt að hafa þetta svona gott eins og við höfðm það á Íslandi.
En þessi "múgæsingur" eins og ég kalla viðbrögð við þessari frétt finnst mér því miður týpísk fyrir Íslendinga.
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2007 | 22:43
Þetta fer að verða hættulega spennandi
Usss
Mínir menn farnir að nálgast alvörubikarinn ískyggilega mikið. Hentar þeim greinilega betur að spila bara í CL, þessir leikir við smáklúbba eins og Arsenal, Reading og önnur lið á enskri grundu eru ekki að vekja neista hjá þeim. Þarf alvöru keppni til þess.
Maður verður þó að vara sig að vera ekki of yfirlýsingaglaður.
Kannski Milan slái Munchen út og Liverpool og Milan endurtaki úrslitaleikinn frá 2005 í vor. Ég er til í það.
Liverpool á grænni grein eftir 3:0 sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 14:11
Seinagangur á opnun nýrrar heimasíðu Pennans
Minn gamli vinnustaður Penninn tilkynnti í febrúar á heimasíðu sinni að nýr vefur yrði opnaður hjá þeim 1. mars, þeir voru enn á sama vefnum og var þegar ég hætti 2003. Ég var spenntur og kíkti 1. mars á www.penninn.is en þar var ekkert breytt nema að nýji vefurinn ætti að opna 7. mars. Ég kíkti aftur 7. mars, nú stóð að þeim hafi verið bent á að gefa ekki út dagsetningar en þeir ætluðu nú samt að gera það og nýr vefur kæmi í loftið 21. mars. Í dag er 3. apríl og gamli vefurinn er þarna enn en á síðunni stendur að nýji vefurinn sé nánast tilbúinn.
Mér finnst þetta lélegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 09:27
Mikill fjöldi oddaleikja
Var að velta fyrir mér í ljósi úrslita leikjanna þriggja í gær, Grindavík, KR og Stjarnan tryggðu sér oddaleik. Hversu mörg einvígi þetta vorið hafa ekki farið í oddaleik.
Snæfell-Keflavík í IE deild karla fór 2-0
Njarðvík - Hamar/Selfoss í IE deild karla fór 2-0
Keflavík - Grindavík í IE deild kvenna fór 3-1
Valur - FSu í 1. deild karla fór 2-0.
8 liða úrslita og undanúrslit í IE deild karla, undanúrslit í IE deild kvenna og úrslitakeppni 1. deildar karla geta að hámarki orðið 41 leikur, þeir verða 37. Það er frábær nýting.
Grindavík vann Njarðvík og fær oddaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 13:28
Box og curling
Og talandi um íþróttir sem maður hafði ekki áhuga á. Ég horfði á lokin á úrslitaleik HM í Curling kvenna um daginn. Danir rétt töpuðu og ég varð bara svekktur.
Svo heyrði ég áðan að vinir mínir á Akureyri þeir Halli og Siggi Aðils urðu ekki Íslandsmeistarar í Krulli, hvað klikkaði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 12:42
Er þetta ekki risastórt sjúkrahús?
Er þetta ekki eitt af stærri sjúkrahúsum Norðurlandanna? Þetta er mikill heiður.
En getur einhver svarað mér því, er þetta ekki fyrrverandi leikmaður ÍR í körfubolta og landsliðsins?
Faðir Arnþórs Birgissonar sem lék með unglingalandsliðinu í körfu, strákar fæddir 1976 og náðu frábærum árangri í Tyrklandi fyrir nærri 15 árum.
Birgir Jakobsson ráðinn forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 15:36
Gerist ekki mikið betra
Það gerast ekki mikið fallegri hlutir en 4-1 sigur á Arsenal. Reyndar var ManUtd að jafna gegn Blackburn svo dagurinn verður kannski ekki jafn fallegur og það leit út fyrir.
En nú hlakka ég til að lesa blogg hjá t.d. Kalla Jóns sem var að skrifa um að það yrðu fleiri gjaldþrota hjá Liverpool en Riise eftir helgina. Hvað segir Kalli núna? Eða Skarisvali? Eða blaðamaður Markaðsins sem gaf út NBA bækurnar um árið?
Ég segi eins og Bubbi, "Þessi fallegi dagur"
Það toppar hann að ég vinni Catan í kvöld.
Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2007 | 07:18
Morten Olsen var einnig vikið af velli
Hér vantar að undir lok leiksins var Morten Olsen þjálfara Dana einnig vikið af velli.
Danir eru verulega ósáttir við svissneska dómara leiksins.
Ég sá nú ekki allan leikinn en brottvikning Mortens Olsens var réttmæt þó hann hafi ekki skilið það sjálfur.
Spánverjar lögðu Dani að velli, 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
- seth
- snorris
- jax
- sigrg
- orgelleikarinn
- bullarinn
- kalli33
- gunnarfreyr
- hannesbjarna
- hannesjonsson
- snorriorn
- eythora
- ofansveitamadur
- reykur
- gusti-kr-ingur
- sveitaorar
- raggirisi
- sigurdurarna
- jabbi
- ktomm
- jakobsmagg
- skallinn
- skapti
- gloria
- attilla
- godsamskipti
- 730
- einherji
- nh04
- nannar
- doolafs
- drhook
- eirikuro
- pallijoh
- oddikriss
- golli
- runarhi
- ithrottir
- veggurinn
- hallurg
- hugsadu
- stebbifr
- herdis
- hofi
- dresi
- kristjanmoller
- litliper
- aronb
- brynjaroggurry
- latur
- gustur
- gudrunvala
- stefanjonsson
- flikk
- ordeal
- alla
- lydur06
- gummisteingrims
- gudni-is
- bjb
- eggman
- gleraugun
- gisli
- gtg
- mojo
- vardturninn
- puffin
- karfa
- hjossi9
- nbablogg
- olihelgi
- vefritid
- amerikugengid
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar