Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2007 | 21:51
Umfjöllun um körfubolta
Til hamingju Fjölnismenn.
En hvernig má það vera að enn eru ekki komnar lokatölur úr öðrum leikjum í kvöld á mbl.is? Það er að verða klukkutími frá því síðasta leik lauk og ekkert komið hér á mbl.is. Þetta er síðasta umferðin og allir spenntir að sjá hvernig raðast og ekki oft sem svo mikil spenna er eins og var í kvöld. Ef fólk hefur áhuga á að sjá hvernig leikirnir fóru og hverjir eigast við í undanúrslitum þá er þetta allt á karfan.is
Mér finnst þetta orðið svolítið merkilegt hvað mbl.is sinnir körfuboltanum illa. Hvað ætli stjórni því?
![]() |
Fjölnir hélt sér uppi - Þór úr Þorlákshöfn féll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 19:48
Nyhedsavisen á baráttudegi kvenna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 23:02
Stórkostlegt
Sem Liverpool aðdáanda til margra ára þá leiðist mér aldrei þegar gengur illa hjá Arsenal. Tapið 1989 gleymist aldrei.
Er ekki líka ágætt að það séu lið frá sem flestum löndum í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 3 frá Englandi, 2 frá Ítalíu, 1 frá Spáni, 1 frá Hollandi og 1 frá Þýskalandi.
Annars finnst mér það dapurt að ekki er enn komin frétt á mbl.is að Jón Arnór Stefánsson var að leika í Meistaradeildinni í körfubolta í kvöld og skoraði 6 stig. Það er frétt um málið á karfan.is en þar er einnig hægt að lesa um gengi íslenskra leikmanna í Finnlandi og á Spáni í kvöld. Einnig var leikur í Iceland Express deild kvenna þar sem Hamar vann mjög óvæntan sigur á Keflavík.
En mbl.is velur að skrifa einungis um Meistaradeildina í fótbolta þar sem enginn Íslendingur er þátttakandi í kvöld. Ég sé ekkert um leikinn á öðrum íslenskum vefréttamiðlum.
![]() |
PSV sló Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 17:50
Aukinn útburður
Það gæti verið að þessi aukni lestur tengist því að blaðið er nú borið út víðar. Það er t.d. tæpur mánuður síðan þeir fóru að bera blaðið til mín, fram að því var ómögulegt fyrir mig að nálgast það nema á netinu.
Þetta er annars ágætt blað þó ég hafi sjaldnast tíma til að lesa það á morgnana, en það er alveg lesanlegt seinni partinn. Allskonar efni sem er tímalaust. Ég sakna þó ítarlegri íþróttafrétta.
![]() |
Lesendum Nyhedsavisen og 24timer fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 09:01
Þeir byrja of seint
Ég held að hluti af skýringunni sé að Danir byrja of seint að eignast börn og því meiri líkur að hlutirnir gangi ekki upp, þ.e. erfiðara að búa til barnið eftir því sem foreldrarnir eru eldri.
Mín upplifun af Dönum er að þeir lifa eftir ákveðnum formúlum, klára háskólanám og kynnast þar maka sínum sem þeir byrja helst ekki að búa með fyrr en eftir að námi er lokið og þá fyrst er keypt íbúð og svo bíll og þá er farið að huga að börnum. Þannig að fólk er ofast komið á fertugsaldurinn þegar það byrjar.
Stundum sér maður mann og konu með barn út í búð og maður er ekki viss um hvort það er afinn og amman eða pabbinn og mamman.
![]() |
Dönum sagt að eignast fleiri börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 22:11
Dásamlegt
Hefði ekki getað farið betur fyrst þessi lið þurftu að mætast núna. Frábært hjá Eiði að skora og frábært að Liverpool fari áfram.
Verður spennandi að sjá hvaða lið Liverpool slær út í næstu umferð.
![]() |
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 14:09
Hvað með tryggingar
Ætli ruslatunnur flokkist ekki undir heimilstryggingu?
Þetta er athyglisvert mál.
Ég heyrði líka skondna sögu í tengslum við þessar óeirðir. Lögreglan gaf föngunum McDonalds að borða en meiri hluti þeirra eru svarnir McDonaldsandstæðingar og/eða grænmetisætur.
![]() |
Íbúar á Norðurbrú verða sjálfir að greiða fyrir nýjar ruslatunnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 12:08
Hrós
![]() |
Úrslit í bikarkeppnum yngri flokka ráðast um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 11:02
Körfubolti er kontaktsport
Ég hef fundið skynsamasta handboltamann í heimi, hann heitir Einar Örn Jónsson.
Hvers vegna finnst mér hann skynsamur? Hann er eini handboltamaðurinn sem ég hef heyrt/séð segja að körfubolti sé kontakt sport. Maður fær alltaf að heyra frá handboltamönnum að körfubolti sé kellingaíþrótt, dæmd villa ef menn anda hver á annan.
Þessir menn hafa greinilega aldrei séð evrópskan körfubolta þar sem baráttan inn í teignum er svipuð og baráttan á línunni í handbolta.
Einar Örn hefur greinilega séð evrópskan handbolta og áttað sig á þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 10:51
Greyið WestHam menn
Það ætlar ekki af blessuðu félaginu að ganga, ég verð að segja að ég vonaði sem Íslendingur að þeir myndu ná að halda sér uppi. Fór fyrir ca mánuði og sá þá á Upton Park á móti Liverpool (það er videó af þeirri ferð hér á blogginu) og verð að segja að WestHam spilar ekki skemmtilegasta bolta sem maður sér, eiginlega með eindæmum lélegir. Svo virðast þeir líka með eindæmum óheppnir.
Ætli maður fari ekki á heimaleik með Reading á næsta tímabili.
![]() |
West Ham enn í vandræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Birgir Gíslason
Bloggvinir
-
seth
-
snorris
-
jax
-
sigrg
-
orgelleikarinn
-
bullarinn
-
kalli33
-
gunnarfreyr
-
hannesbjarna
-
hannesjonsson
-
snorriorn
-
eythora
-
ofansveitamadur
-
reykur
-
gusti-kr-ingur
-
sveitaorar
-
raggirisi
-
sigurdurarna
-
jabbi
-
ktomm
-
jakobsmagg
-
skallinn
-
skapti
-
gloria
-
attilla
-
godsamskipti
-
730
-
einherji
-
nh04
-
nannar
-
doolafs
-
drhook
-
eirikuro
-
pallijoh
-
oddikriss
-
golli
-
runarhi
-
ithrottir
-
veggurinn
-
hallurg
-
hugsadu
-
stebbifr
-
herdis
-
hofi
-
dresi
-
kristjanmoller
-
litliper
-
aronb
-
brynjaroggurry
-
latur
-
gustur
-
gudrunvala
-
stefanjonsson
-
flikk
-
ordeal
-
alla
-
lydur06
-
gummisteingrims
-
gudni-is
-
bjb
-
eggman
-
gleraugun
-
gisli
-
gtg
-
mojo
-
vardturninn
-
puffin
-
karfa
-
hjossi9
-
nbablogg
-
olihelgi
-
vefritid
-
amerikugengid
-
metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar