Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þessi blessuð "mótmæli"

Mikið er ég kominn með leið á þessum vörbílamótmælum, þetta virðist líka vera orðið eitthvað allt annað en lagt var af stað með í upphafi. Fyrir það fyrsta sýnist mér þessir vörubílstjórar sem eru að tjá sig í fjölmiðlum ekki vaða í vitinu og það sem þeir segja og gera fær mig ekki til að standa með þeim.

Annað er þessi múgæsingur sem myndast eins og t.d. í gær, fullt af einhverjum ungmennum að grýta lögguna með eggjum og fleiru. Ég er alinn upp við að bera virðingu fyrir störfum lögreglunnar þó vissulega megi stundum gagnrýna vinnubrögð hennar. En þessi múgæsingur minnir mig á myndir sem ég hef séð frá Mið Austurlöndum þar sem fólk er t.d. að brenna danska fánann eftir að hinar svo kölluðu Múhameðsteikningar voru birtar. Það sem maður heyrir líka frá þessum heimi er að þetta fólk upp til hópa veit ekkert afhverju það er að mótmæla, veit ekki hvar Danmörk er eða hvaða vörur eru danskar. T.d. lenti Arla mjög illa í þessu síðast en t.d. danskir lyfjaframleiðendur fundu ekki fyrir þessu.

Eins og ég oft sagt áður, íslenska þjóðin er agalaus upp til hópa, ungt fólk í dag hefur aldrei þurft að taka ábyrgð á neinu og ber ekki virðingu fyrir neinu, ef það skemmir þá kaupa pabbi og mamma bara nýtt.

Upp með agann.


Bensínverð

Á dögunum var ég á ferðlagi um Norðurland og keyrði svo til Reykjavíkur. Þar sem ég hef búið lengi í Danmörku þá tekur maður eftir bensínverði hvar sem maður kemur. Það vakti athygli mína að N1 hækkaði bensínið rétt fyrir verslunarmannahelgi, eflaust hin félögin líka. 125,30 kr kostaði 95 okt bensín í Varmahlíð.

Ég fór svo til Akureyrar, þar kostaði líterinn 125,0 hjá N1, sama verð var á Sauðárkróki og einnig á öllum N1 bensínstöðvum á leið minni til Reykjavíkur.

Hvað veldur því að líterinn er 30 aurum dýrari í Varmahlíð en á öðrum stöðum?

Mér er þetta óskiljanlegt.

Ég man þegar ég vann við að dæla Essobensíni í Varmahlíð í gamla daga þá var alltaf sama verðið þar og á öðrum Essostöðvum.


Baksamningar ríkisstjórnarinnar

Mannlif.is greindi frá því í gær að það væru allskonar baksamningar í gangi í nýju ríkisstjórninni.

Meðal þess sem samið hefur verið um milli ríkisstjórnarflokkanna er að Samfylking fær forseta Alþingis um mitt kjörtímabil. Við þá breytingu fer af stað mikill kapall. Reiknað er með, án þess að það sé staðfest, að Jóhanna Sigurðardóttir velferðarráðherra fá embætti þingforseta en Katrín Júlíusdóttir verði ráðherra hennar í stað en gróflega var gengið framhjá Katrínu með skipan Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í embætti umhverfisráðherra. Þá er reiknað með að Sturla Böðvarsson víki af þingi og verði hugsanlega vegamálastjóri. Áður en að þessu kemur mun Björn Bjarnason hætta ráðherradómi og frændi hans, Bjarni Benediktsson taka við. Það gæti orðið innan árs og er einn fjölmargra baksamninga sem gerðir hafa við myndum Þingvallastjórnarinnar ..."

svona er færslan. Þetta skýrir það, ef satt er, afhverju maður hefur ekkert heyrt t.d. Bjarna Ben kvarta, hann hefði alveg mátt fá ráðherrasæti út á stórsigurinn flokksins í SV kjördæmi.

Eins hefur Kata Júl ekkert kvartað, samt var manneskja nr 3 í því kjördæmi látin hafa ráðherrastól. Það er bara Gunnar Svavarsson sem hefur kvartað.

Svo grét Sturla Böðvarsson næstum því, kannski ekki mest yfir að missa ráðherrastólinn, heldur því að hann er á leið út af þingi. Og hver kemur inn fyrir hann? Mágkona Geirs H. Haarde, Herdís Þórðardóttir. Ef mig minnir rétt átt nú Bergþór Ólafsson aðstoðarmaður Sturla að vera í því sæti en honum var ýtt til hliðar til að hleypa að konu sögðu þeir. Mig minnir að Bergþór hafi haft aðrar skoðanir, flokksforystan vildi fá Borgar Einarsson fósturson Geirs H. Haarde í sætið en Bergþór sigraði hann í prófkjörinu.

En hvað verður um Björn Bjarnason? Verður hann ritstjóri Moggans? Eða er það embættið sem var frestað að veita á dögunum sem hann fer í? Man ekki hvaða embætti það var, eitthvað á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Pólitík er mikið tafl greinilega, en það skal þó tekið fram hér að þetta eru allt sögusagnir, en gaman að velta þeim fyrir sér.


Hvað er til ráða

Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki læra, heyra þessir krakkar aldrei fréttir? Eða eru þau bara orðin svona súr af tölvuleikjum og videóglápi, halda að ekkert komi fyrir þau.

Það þarf allavega einhverjar nýjar aðferðir, hverjar þær eru veit ég ekki en mun leggja höfuðið í bleyti.


mbl.is Tekinn tvisvar fyrir ofsaakstur á 10 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Rúnar Birgir Gíslason

Höfundur

Rúnar Birgir Gíslason
Rúnar Birgir Gíslason

Skagfirskur tæknifræðingur og mastersnemi í viðskipta og tæknifræði í Árósum og körfuboltaáhugamaður

runar@mikkivefur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illlaimogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband